Hvað á barnið að heita? Um nafnasúpu stafafuru
TRÉ VIKUNNAR - XCIX
Pistill í röðinni Tré vikunnar birtist vikulega á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga, alla miðvikudaga. Akureyri.net birtir brot úr hverjum pistli sama dag til að vekja athygli á skrifunum og hvetur fólk til að lesa meira á vefsíðu félagsins.
_ _ _
Fjölmargar trjátegundir er að finna í íslenskum skógum. Sumum þeirra er plantað til að framleiða við, binda kolefni eða til skjólmyndunar á meðan öðrum er plantað til skrauts og yndisauka. Oftast fer þetta saman. Höfum við í pistlum okkar fjallað um allskonar tré út frá fjölbreyttum sjónarhornum.
Í þessum pistli segjum við frá öllum þeim nöfnum sem við höfum heyrt og séð sem reynt hefur verið að nota yfir þetta tré.
Á hverju ári gefst almenningi tækifæri til að ná sér í jólatré í skóginn á Laugalandi á Þelamörk. Stafafuran er vinsælust. Mynd: Sig.A.
Pinus contorta
Fræðiheiti stafafurunnar er Pinus contorta. Almennt má segja um latínuskotnu fræðiheitin að gott getur verið að kunna skil á þeim. Það er alveg sama hvaða tungumál við lesum, fræðiheitið er alltaf það sama. Eða þannig á það að vera. Því getur það hjálpað okkur að þekkja nöfnin eða að kunna að nota þau til að finna íslensk nöfn á tegundirnar og upplýsingar á erlendum síðum.
Fyrri hluti fræðiheitisins vísar til furuættkvíslarinnar; Pinus. Allar furur í heiminum heita Pinus eitthvað. Viðurnafnið, sem er seinni hluti heitisins, er contorta. Það merkir snúin(n). Ef við vildum þýða latínuheitið beint yfir á íslensku mætti furan heita snúningsfura. Það nafn hefur hvergi rekið á okkar fjörur.
Orðið contorta vísar í það að algengt er á meginlandsafbrigði stafafurunnar, Pinus contorta var. latifolia, að barrnálarnar séu nokkuð snúnar. Strandafbrigði stafafurunnar (Pinus contorta var. contorta) hefur ekki eins snúnar nálar en það hefur oft mjög snúnar greinar, svo snúningsnafnið getur líka vísað í það.
Fyrst við erum búin að skýra latínuheitið er rétt að taka frekari snúning á því.
Meira á vef Skógræktarfélagsins.