Vatnsmiðlun skóga

TRÉ VIKUNNAR - 101
Pistill í röðinni Tré vikunnar birtist vikulega á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga, alla miðvikudaga. Akureyri.net birtir brot úr hverjum pistli til að vekja athygli á skrifunum og hvetur fólk til að lesa meira á vefsíðu félagsins.
_ _ _
Hringrás vatns
Vissulega höfum við áður nefnt hringrás vatns í pistlum okkar, til dæmis hér. Að auki er sitthvað kennt um hana í grunnskólum landsins. Samt þykir okkur rétt að rifja hana upp, svona til að koma okkur í gírinn. Það gerum við með því að birta myndina hér að neðan. Hún sýnir hvernig vatn dreifist um vistkerfið. Það er mikilvægt að hafa þetta í huga fyrir framhaldið.

Þar sem regn fellur í gróskumikla jörð geymir moldin vatnið og það er nýtt af gróðri. Ef ástand lands er slæmt rennur vatnið af yfirborðinu án þess að nýtast, getur valdið miklum flóðum og tekið með sér jarðveg og næringarefni. Hvort tveggja getur valdið skaða. Teikninguna fengum við lánaða úr ritinu Að lesa og lækna landið en hana teiknaði Fífa Finnsdóttir.
Meira á vef Skógræktarfélagsins.
Sigurður Arnarson er í stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga.
- Smellið hér til að sjá allan pistilinn


Hrossafóður í morgunmat

Þjálfarinn tæklaður upp í stalla

Snípur í skógi

Hús dagsins: Aðalstræti 66a; Smiðjan
