Lúsaryksugan glókollur
![](/static/news/lg/1739353432_1-sigurdur-nota.jpg)
TRÉ VIKUNNAR - C - 100
Pistill í röðinni Tré vikunnar birtist vikulega á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga, alla miðvikudaga. Akureyri.net birtir brot úr hverjum pistli sama dag til að vekja athygli á skrifunum og hvetur fólk til að lesa meira á vefsíðu félagsins.
_ _ _
Á 20. öld kom það annað veifið fyrir að hingað bárust pínulitlir fuglar frá Evrópu. Þeir áttu hér sjaldnast neitt sældarlíf. Lítið var um skóga og enn minna um greniskóga, sem er þeirra kjörlendi. Yfir vetrarmánuðina var nær ekkert að hafa sem þeir gátu nært sig á. Því drápust þessir litlu fuglar áður en voraði.
Smám saman fóru skógræktarmenn af öllum kynjum að rækta grenitré. Við það kættist þessi spörfugl en það dugði þó ekki til. Það vantaði æti yfir veturinn þegar flest, íslensk skordýr liggja í dvala. Árið 1959 var í fyrsta skipti staðfest að nýr vágestur, sem lagðist á greni, væri mættur til Íslands. Þetta er lítil, græn lús sem kallast sitkalús, Elatobium abietinum. Sumir kalla hana grenilús, enda lifir hún á ýmsum grenitegundum en það orð er einnig notað sem safnheiti fyrir allar lýs á greni. Þær eru reyndar ekki mjög margar. Smám saman barst þessi lús út um allt land. Þá vænkaðist hagur strympu. Hér var komin fæða sem gat haldið lífi í minnsta fugli Evrópu yfir veturinn á okkar ísakalda landi.
![](/static/files/_blob/wtgupamoseaoqjmhb9al4f.jpg)
Landnám
Samkvæmt grein eftir Daníel Bergmann (2008) var fyrst vitað um glókoll á Íslandi árið 1932. Þá flæktist einn slíkur til Íslands og alla leið til Húsavíkur þar sem hann settist á höfuðið á barni.
Glókollar héldu áfram að berast til landsins en lifðu sjaldnast lengi. Þar voru veturnir afdrifaríkir því þá var æti af mjög skornum skammti fyrir þennan litla fugl og lítið skjól að hafa. Um miðjan tíunda áratug síðustu aldar (heimildum ber ekki saman um hvort það var árið 1995 eða 1996) barst stór ganga til landsins og vel kann að vera að það megi miða við þessi ár sem landnámsár glókolls á Íslandi. Þá voru greniskógar farnir að gefa nægilega gott skjól og heppileg fæða var komin í þá sem fuglinn gat treyst á yfir veturinn. Guðmundur Páll Ólafsson (2005) benti á að það var pláss fyrir þennan dvergfugl í íslenskri vist þar sem aðrir fuglar sækjast lítið í lýsnar sem eru uppistaðan í fæðu hans. Guðmundur taldi líka að hin milda tíð fyrstu árin eftir að fuglinn barst hingað hafi hjálpað mikið við að tryggja að landnám tækist.
Meira á vef Skógræktarfélagsins.
![](/static/news/xs/1739388150_haukur-skuggi15533.jpg)
![](/static/news/xs/1739137428_ser-pistlar.jpg)
Skíðabelti
![](/static/news/xs/1739104865_johann-areliuz-pistlar.jpg)
Hádegislúrinn
![](/static/news/xs/1739020145_1-olafur-thor-pistlar.jpg)
Afbrot og geðheilsa
![](/static/news/xs/1738751523_orri-pall.jpg)
„Mamma, á ég að borga kallinum?“
![](/static/news/xs/1738746279_1-sigurdur-nota.jpg)