Fara í efni
Umræðan

Eitt stærsta sundmót ársins í Akureyrarlaug

Ungur sundkappi á AMÍ í Akureyrarlaug fyrir tveimur árum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Aldursflokkameistaramót Íslands (AMÍ) í sundi fer fram í Sundlaug Akureyrar um helgina; hefst raunar á morgun, föstudag, og stendur til sunnudags.

AMÍ er eitt stærsta sundmót landsins ár hvert. Keppendur í ár eru um 210, allir af yngri kynslóðinni og koma þeir víðsvegar að. Mótið er á vegum Sundsambands Íslands og haldið í samstarfi við Sundfélagið Óðin.

Mótið hefst með skrúðgöngu frá Ráðhústorgi á morgun, föstudag, kl. 13:00 þaðan sem gengið verður upp í sundlaug þar sem mótið verður sett með formlegum hætti.

Skertur afgreiðslutími

Í tilkynningu frá Sundlaug Akureyrar kemur fram að á meðan ungu sundkapparnir reyni með sér verði afgreiðslutími skertur.

Laugin verður opin sem hér segir:

  • Föstudag 23. júní, 6:45 – 14:30 og kl.19:30 – 22:00
  • Laugardag 24. júní, kl. 19:30 – 22:00
  • Sunnudag 25. júní, kl. 18:00 – 20:00

Til að vega aðeins á móti styttingunni í Sundlaug Akureyrar verður opið lengur en venjulega í Glerárlaug:

  • Föstudag 23. júní, kl. 6:45 – 21:00
  • Laugardag 24. og sunnudag 25. júní, kl. 9 – 18

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00