Fara í efni
Umræðan

Verði stórveldi með eigin her

Fram kemur meðal annars í bréfi sem Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins, hefur sent Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, að tímabært sé að sambandið verði að stórveldi (e. superpower) og komi sér enn fremur upp eigin sjálfstæðri hernaðargetu. Með öðrum orðum eigin her. Þá er kallað eftir inngöngu Íslands og Noregs í Evrópusambandið.

„Ríki Evrópusambandsins hafa forðast það of lengi að taka djarfar ákvarðanir í því skyni að gera sambandið að stórveldi sem starfar með markvissum hætti og stendur vörð um sitt eigið fullveldi,“ segir þannig í bréfi Haye. „Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætti að leggja fram áætlun um að koma á raunverulegu varnarbandalagi með sjálfstæðri hernaðargetu sambandsins.“ Þá skuli hefja könnunarviðræður við Ísland og Noreg um inngöngu landanna í Evrópusambandið. Með öðrum orðum að við Íslendingar og Norðmenn verðum hluti af hinu fyrirhugaða evrópska stórríki.

Frá upphafi hefur lokamarkmið Evrópusambandsins og forvera þess verið að til yrði sambandsríki. Til að mynda kom fram í Schuman-yfirlýsingunni 1950, sem markar upphaf sambandsins, að fyrst yrði að koma stál- og kolaframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokamarkmiðið væri evrópskt sambandsríki. Síðan hefur það jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Nú síðast var til að mynda talað um lokamarkmiðið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands.

Vert er að geta þess að aðild að Renew Europe eiga meðal annars þingmenn á þingi Evrópusambandsins sem koma frá evrópsku samtökunum ALDE en Viðreisn á meðal annars aðild að þeim samtökum. Þá má geta þess að Evrópuhreyfingin undir forystu Jóns Steindórs Valdimarssonar, fyrrverandi þingmanns flokksins, hefur sótt um aðild að European Movement International sem stefnt hafa að því undanfarin tæp 80 ár að til yrði evrópskt sambandsríki.

Hjörtur J. Guðmundsson er sagnfræðingur, alþjóðastjórnmálafræðingur og Norðlendingur að ætt og uppruna.

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
07. apríl 2025 | kl. 19:00