Sjósundsdeild stofnuð hjá Nökkva

Nýlega var stofnuð sjósundsdeild innan siglingaklúbbsins Nökkva. Stefnt er að því að meðlimir fari saman í sjóinn á föstum tímum í vetur og geti þá nýtt sér sturtur og búningsaðstöðuna í Nökkvahúsinu á undan og eftir.
Sjósundfólk á Akureyri og nágrenni hefur mikið farið í sjóinn frá Hauganesi og Hjalteyri og þá nýtt sér að fara þar í heita potta. Með stofnun sjósundsdeildarinnar hjá Nökkva er orðið þægilegra fyrir áhugafólk um sjósund að fara í sjóinn frá Akureyri. Áhugasamir geta skráð sig í félagið og keypt sér aðstöðuárskort sem gefur aðgang að kaffi- og búningsaðstöðu hússins. Stefnt er að því að Sjósunddeild Nökkva syndi saman síðdegis á miðvikudögum og á laugardagsmorgnum í vetur. Áhugasamir geta fengið nánari upplýsingar hjá Siglingaklúbbnum Nökkva og inn á facebookarsíðunni Sjósundfélag Akureyrar.
Nýtt aðstöðuhús Nökkva var vígt í júlí 2021. Mynd: Akureyri.is


Útvistun kjarasamninga

Töfrar tónlistar

Verði stórveldi með eigin her

Yfirgripsmikið þekkingarleysi
