Fara í efni
Umræðan

Sjósundsdeild stofnuð hjá Nökkva

Sjósund er talið heilsueflandi og hafa víðtæka virkni á sál og líkama. Mynd: Unsplash/Haley Phelps

Nýlega var stofnuð sjósundsdeild innan siglingaklúbbsins Nökkva. Stefnt er að því að meðlimir fari saman í sjóinn á föstum tímum í vetur og geti þá nýtt sér sturtur og búningsaðstöðuna í Nökkvahúsinu á undan og eftir.

Sjósundfólk á Akureyri og nágrenni hefur mikið farið í sjóinn frá Hauganesi og Hjalteyri og þá nýtt sér að fara þar í heita potta. Með stofnun sjósundsdeildarinnar hjá Nökkva er orðið þægilegra fyrir áhugafólk um sjósund að fara í sjóinn frá Akureyri. Áhugasamir geta skráð sig í félagið og keypt sér aðstöðuárskort sem gefur aðgang að kaffi- og búningsaðstöðu hússins.  Stefnt er að því að Sjósunddeild Nökkva syndi saman síðdegis á miðvikudögum og á laugardagsmorgnum í vetur. Áhugasamir geta fengið nánari upplýsingar hjá Siglingaklúbbnum Nökkva og inn á facebookarsíðunni Sjósundfélag Akureyrar.

Nýtt aðstöðuhús Nökkva var vígt í júlí 2021. Mynd: Akureyri.is

Værum hluti af svari ESB innan þess

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
23. febrúar 2025 | kl. 11:00

Útvistun kjarasamninga

Björn Valur Gíslason skrifar
22. febrúar 2025 | kl. 14:30

Töfrar tónlistar

Þórarinn Stefánsson skrifar
21. febrúar 2025 | kl. 10:30

Verði stórveldi með eigin her

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
20. febrúar 2025 | kl. 10:00

Yfirgripsmikið þekkingarleysi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
18. febrúar 2025 | kl. 22:00

Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019

Heimir Örn Árnason skrifar
18. febrúar 2025 | kl. 13:30