Bæjarfulltrúar, hugsið málið
21. desember 2024 | kl. 06:00
Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi fór fram um helgina í Sundlaug Akureyrar, frá föstudegi til sunnudags. AMÍ er eitt stærsta sundmót landsins ár hvert þar sem sundkrakkar víðsvegar af landinu reyna með sér. Keppendur voru 210 að þessu sinni og þurftu ekki að kvarta undan veðrinu; sólin skein nánast allan tímann, en boðið var upp á stuttan hitaskúr – hellidembu – síðdegis í gær. Enginn kvartaði þó undan því vatni, enda kann umræddur hópur vel við vatn!
Smellið hér til að sjá öll úrslit á mótinu.