Fara í efni
Umræðan

Útisvæði Glerárlaugar lokað fram yfir jól?

Útisvæði Glerárlaugar. Mynd: akureyri.is.

Unnið er að framkvæmdum við útisvæði Glerárlaugar og kemur fram í frétt Akureyrarbæjar að því miður bendi allt til þess að svæðið verði ekki opnað fyrir jól. Stefnt er að opnun í byrjun janúar. 

 Á útisvæðinu er unnið að því að koma fyrir nýjum heitum pottum, útisturtu, sánaklefa og köldu kari, auk þess sem svæðið verður bætt og því breytt verulega.

Glerárlaug er þó opin, þótt útisvæðið sé lokað vegna framkvæmda. Á tímabilinu frá 24. ágúst til 31. maí er Glerárlaug opin sem hér segir:

  • Virka daga: 06:45-08:00 og 18:00-21:00
  • Laugardaga: 09:00-14:30
  • Sunnudaga: 09:00-12:00

Myndirnar eru af Facebook-síðu Akureyrarbæjar.

Værum hluti af svari ESB innan þess

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
23. febrúar 2025 | kl. 11:00

Útvistun kjarasamninga

Björn Valur Gíslason skrifar
22. febrúar 2025 | kl. 14:30

Töfrar tónlistar

Þórarinn Stefánsson skrifar
21. febrúar 2025 | kl. 10:30

Verði stórveldi með eigin her

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
20. febrúar 2025 | kl. 10:00

Yfirgripsmikið þekkingarleysi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
18. febrúar 2025 | kl. 22:00

Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019

Heimir Örn Árnason skrifar
18. febrúar 2025 | kl. 13:30