Fara í efni
Umræðan

Yfirgripsmikið þekkingarleysi

Sem oftar horfði ég á Silfrið á RÚV gær. Til viðtals var ágætis fólk, m.a. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, sem t.d. vakti athygli á innviðaskuld og hlutverki og skuldbindingu ríkis og bæja, en einnig var þar gömul kunningjakona mín, Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn, en ég get ekki orða bundist vegna ummæla hennar og skeytingarleysis fyrir öryggi allra landsmanna, auk þess að afhjúpa yfirgripsmikið þekkingarleysi á flugi, sjúkraflugi og flugvöllum almennt.
 
Þá hefur hún skrítið minni til atburða er ríkið gekk til samninga við Reykjavíkurborg 2013.
 
  • 1) Ekki er endilega hægt að sinna sjúkraflugi með þyrlum þegar flugvélar komast ekki. Þyrlur eru ekki með jafnþrýstibúnaði sem til þarf til að fljúga yfir verstu veður og halda sjúklingum í stabílu ástandi. Þetta er erfitt land að byggja.
  • 2) Hún hélt því fram að sjúkraflugi væri einmitt oft ekki hægt að sinna, því „flugvélin“ væri upptekin í verkefnum við Miðjarðarhaf! Nú hefur Landhelgisgæslan ekki sinnt sjúkraflugi um áratugabil, en því hefur verið sinnt með sérútbúnum vélum af Mýflugi og Norlandair.
  • 3) Samningar ríkis og borgar kveða á um að flugvöllurinn sé víkjandi, enda sé annar jafngóður eða betri kostur til staðar.
Það er ekki rétt sem HVH hélt fram að ríkið væri að brjóta samninga á borginni.
 
Í þessari viðkvæmu, tæknilegu og flóknu umræðu var hún augljóslega ekki á heimavelli, því allt var rangt sem hún sagði um völlinn. Allt.
Það er ábyrgðarhluti að fleyta svona misvísandi og villandi upplýsingum. Margir halda kannski að þetta sé rétt sem sagt er, enda umræðan um flugvöllinn gjarnan verið í klóm upphrópana og villandi upplýsinga, sem auðvelt er að skella fram því sannleikurinn er flóknari og gjarnan erfitt að koma á framfæri með upphrópunum eða fyrirsögnum.
 
Tveir megin-hópar tjá sig um málefni flugvallarins. Þeir sem skilja mikilvægi hans og ábyrgð sína, og hafa gjarnan til þess tæknilega þekkingu. Hins vegar eru þeir sem finnst þeir þurfa að nota landið í annað og ganga yfirleitt einhverra annarra hagsmuna og hafa almennt ekki tæknilega þekkingu til að beita fyrir sig. Það er í sjálfu sér í góðu lagi, ef þetta viðhorf væri ekki búið að halda allri umræðu og aðgerðum í heljargreipum og leiða hreinlegast út í móa.
 
Nú er það svo að flugvallarstæði þarf að vera sem fjærst frá hindrunum og sem næst sjávarmáli, til að tryggja að flugvöllurinn sé sem minnst í skýjum og aðflug til vallar sé öruggt. Þetta eru einföld vísindi og eðlisfræði. Betri kostur en Vatnsmýri, sem uppfylir þessi skilyrði, hefur einfaldlega ekki fundist við höfuðborgarsvæðið. Þar við situr. Hins vegar er nægt byggingarland um allar koppagrundir, sem ekki krefst þessara sértæku skilyrða.
 
Það er vel að fá fólk í viðtalsþætti, en lágmarkskrafa hlýtur að vera gerð til þekkingar og sannsöglis þegar þessu er sjónvarpað yfir vel meinandi fólk á síðkvöldum í boði skattgreiðenda.
 
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson er viðskiptafræðingur og flugmaður

Verði stórveldi með eigin her

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
20. febrúar 2025 | kl. 10:00

Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019

Heimir Örn Árnason skrifar
18. febrúar 2025 | kl. 13:30

Ó­sann­gjörn byrði á lands­byggðar­fólk

Ingibjörg Isaksen skrifar
17. febrúar 2025 | kl. 10:00

Takk Þór! Áfram fótboltaforeldrar

Gréta Bergrún Jóhannesdóttir skrifar
14. febrúar 2025 | kl. 07:00

„Það er ómetanlegt að hafa griðastað“

Sonja Rún Sigríðardóttir skrifar
14. febrúar 2025 | kl. 06:30

Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi

Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
13. febrúar 2025 | kl. 10:20