Fara í efni
Umræðan

Samningur við Arion yljar í frosthörkunum

Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, formaður sundfélagsins Óðins, og Ingi Steinar Ellertsson, svæðisstjóri Arion banka, í útibúi bankans á Glerártorgi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Arion banki og Sundfélagið Óðinn gerðu í gær samstarfssamning til þriggja ára sem formaður Óðins segir gríðarlega mikilvægan fyrir félagið. Óðinn heldur mót á morgun, laugardag – ef veður leyfir; desembermót sem löng hefð er fyrir og verður nú nefnt eftir bankanum. 

„Þetta verður í fyrsta skipti í nokkur ár sem við getum haldið desembermótið. Það hefur fallið niður síðustu ár, annað hvort vegna Covid eða kulda,“ sagði Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, formaður Óðins, við Akureyri.net í gær.

Hvorki er hægt að æfa sund né keppa í Sundlaug Akureyrar ef frostið fer niður fyrir 10 gráður. Æfingu var aflýst í fyrradag en æft var í gær. „Við hefðum getað haldið mótið í dag en það kemur svo í ljós á laugardagsmorgun hvernig staðan verður þá,“ sagði Guðrún Rósa.

Ingi Steinar Ellertsson, svæðisstjóri bankans, var afar ánægður með samninginn. „Við hjá Arion viljum óska Sundfélaginu Óðni til hamingju með það mikilvæga starf sem þau sinna í flóru íþrótta- og æskulýðsstarfs á Akureyri og nágrenni. Skiptir þar miklu máli framlag sjálfboðaliða sem er ákaflega dýrmætt. Það er greinilega mikill metnaður í starfinu og við erum stolt af því að styðja við það öfluga barna- og unglingastarf sem þar fer fram,“ sagði Ingi Steinn við Akureyri.net.

Guðrún Rósa ítrekaði mikilvægi samnings eins og þessa, fyrir íþróttafélög í bænum. „Það er dýrmætt fyrir sjálfboðaliða að fá svona styrk, það léttir mikið undir starfinu. Barna- og unglingastarfið okkar er mjög mikilvægt, hjá okkur eru strákar og stelpur, fatlaðir og ófatlaðir; hér geta allir tekið þátt á sínum forsendum.“

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00