Fara í efni
Umræðan

Þrír KA-drengir í undanúrslitum EM

Dagur Árni Heimisson, Jens Bragi Bergþórsson og Magnús Dagur Jónatansson. Mynd: ka.is.

Þrír ungir handboltamenn úr KA verða í eldlínunni með U18 landsliði Íslands í dag kl. 15 þegar íslenska liðið leikur í undanúrslitum EM á móti Dönum.

Á vef félagsins er sagt frá gengi liðsins og leiknum í dag:

Íslenska landsliðið í handbolta karla skipað leikmönnum 18 ára og yngri er komið í undanúrslit Evrópumeistaramótsins sem haldið er í Podgorica í Svartfjallalandi. KA á þrjá fulltrúa í hópnum en það eru þeir Dagur Árni Heimisson, Jens Bragi Bergþórsson og Magnús Dagur Jónatansson.

Strákarnir hafa spilað gríðarlega vel á mótinu en þeir hófu mótið á því að vinna alla leiki sína í riðlakeppninni. Þar unnu þeir Færeyjar 32-23, Ítalíu 31-24 og loks sterkan sigur á heimamönnum í Svartfjallalandi 25-22.

Því næst lögðu strákarnir lið Svía 34-29 í fyrstu umferð í milliriðli. Strákunum tókst þó ekki að leggja Spánverja í næsta leik en hann tapaðist 27-32 eftir að íslenska liðið hafði leitt nær allan leikinn. En strákarnir tryggðu sæti í undanúrslitum með frábærum 31-25 sigri á Norðmönnum í lokaumferðinni en íslenska liðið leiddi mest með 12 mörkum í leiknum.

Íslenska liðið mætir Danmörku í undanúrslitunum og fer hann fram klukkan 15:00 að íslenskum tíma í dag, föstudag. Leikurinn er í beinni útsendingu hjá handball-globe en aðgangur að útsendingunni kostar 8 evrur.

Hver er Akureyri framtíðar?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:30

Hverfist allt um lokamarkmiðið

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
10. september 2024 | kl. 13:30

Umhverfisslys í Kjarnaskógi

Elín Kjartansdóttir skrifar
02. september 2024 | kl. 14:30

Gulir og glaðir að störfum

Bragi V. Bergmann skrifar
02. september 2024 | kl. 14:25

Telja Brussel vera langt í burtu

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
01. september 2024 | kl. 06:00

Íbúðabyggð við bílastæði?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. ágúst 2024 | kl. 08:30