Fara í efni
Umræðan

Grótta stakk KA af á síðasta korterinu

Halldór Stefán Haraldsson þjálfari KA ræðir við sína menn. Mynd af Facebook síðu KA.

KA-menn urðu að játa sig sigraða, 29:25, þegar þeir mættu Seltirningunum í Gróttu í gær, í fyrstu umferð Olísdeildar, efstu deildar Íslandsmótsins í handbolta. Leikið var á Nesinu.

Grótta byrjaði mun betur og komst í 5:1 eftir sex mínútur en gestirnir í KA unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn, jöfnuðu 10:10 á 18. mín. og komust svo yfir í fyrsta skipti þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, 14:13.

Staðan var 15:15 í hálfleik og viðureignin hnífjöfn áfram fram í miðjan seinni hálfleik. Grótta var jafnan einu skrefi á undan en KA náði loks forystu á ný, 21:20, um miðjan hálfleikinn. Þá small hins vegar allt í baklás hjá KA og Grótta gerði sjö mörk í röð á 10 mínútna kafla. Staðan breyttist sem sagt úr 20:21 í 27:21. KA-menn náðu aðeins að rétta úr kútnum á lokamínútunum en sigur Gróttu var ekki í hættu.

Mörk KA: Daði Jónsson 6, Dagur Árni Heimisson 6, Einar Rafn Eiðsson 4, Ott Varik 3, Patrekur Stefánsson 2, Einar Birgir Stefánsson 2, Marcus Rattel 1, Kamil Pedryc 1.

Varin skot: Bruno Bernat 13, 31,7% – Óskar Þórarinsson 0.

Mörk Gróttu: Jón Ómar Gíslason 9 (4 víti), Jakob Ingi Stefánsson 7, Elvar Otri Hjálmarsson 4, Hannes Grimm 3, Ari Pétur Eiríksson 2, Sæþór Atlason 2, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 1, Atli Steinn Arnarson 1.

Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 11, 34,4% – Hannes Pétur Hauksson 2/1, 33,3%.

Tölfræði leiksins

Fyrsti heimaleikur KA í deildinni verður næsta fimmtudagskvöld þegar Haukar koma í heimsókn.

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00