Ferðaþjónustufólk kemur saman
15. janúar 2025 | kl. 11:15
Fyrsti heimaleikur KA í Olísdeildinni í handbolta þennan veturinn er á dagskrá í kvöld kl. 19.00. Haukar úr Hafnarfirði eru fyrstu gestir leiktíðarinnar í KA-heimilinu.
Upphitun fyrir stuðningsmenn hefst í KA-heimilinu klukkan 18:00. Jón Heiðar Sigurðsson, fyrrverandi fyrirliði KA-liðsins, og Jón Þór Kristjánsson leika og syngja fyrir viðstadda auk þess sem matur of drykkir verða til sölu á tilboðsverði, að því er segir í tilkynningu. Þá mun Halldór Stefán Haraldsson þjálfari KA ræða við stuðningsmenn fyrir leik og að leik loknum fá áhorfendur tækifæri til að hitta leikmenn liðsins.
Sala ársmiða á handboltaleiki vetrarins eru í fullum gangi. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar.