Fara í efni
Umræðan

KA-menn töpuðu illa fyrir öflugum Haukum

Skarphéðinn Ívar Einarsson reyndist sínum gömlu félögum erfiður í gærkvöldi. Mynd: Þórir Ó. Tryggvason

KA-menn áttu aldrei möguleika þegar Haukar komu í heimsókn í gærkvöldi í 2. umferð Olísdeildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins í handbolta. Gestirnir flugu suður með tvö stig í pokahorninu eftir átta marka sigur, 34:26. Haukar eru efstir í deildinni, hafa unnið báða leikina, en KA-menn hafa tapað báðum leikjum.

Akureyri.net hafði ekki tök á að fylgjast með leiknum en skv. mbl.is voru Haukar miklu betri nán­ast all­an fyrr hálfleik­inn og þurftu ekki lang­an tíma í sókn­um sín­um til að opna KA-vörn­ina. „Þeir leiddu 7:4, 10:5 og 13:7 og markverðir KA vörðu ekki skot fyrr en eft­ir átján mín­út­ur. Mest­ur varð mun­ur­inn sjö mörk í stöðunni 18:11. Þá breytt­ist takt­ur­inn í leikn­um og KA nýtti fimm síðustu mín­út­ur fyrri hálfleiks til að minnka mun­inn í tvö mörk. Hálfleiksstaðan var 18:16 og markverðir KA bún­ir að verja eitt skot hvor,“ segir Einar Sigtryggsson á mbl.is.

Einar segir einnig: KA „var í elt­inga­leik all­an seinni hálfleik­inn en snemma í hon­um komust Hauk­arn­ir fimm mörk­um yfir. Þeir gerðu svo ekki sömu mis­tök­in og und­ir lok fyrri hálfleiks og hleyptu KA-mönn­um aldrei ná­lægt sér. Heima­menn fengu stöður í leikn­um til að höggva nærri Hauk­un­um en nýttu þær illa og því fór sem fór.

Skarp­héðinn Ívar Ein­ars­son fór á kost­um í Haukaliðinu á sín­um upp­eld­is­slóðum. Hann raðaði inn mörk­um í fyrri hálfleikn­um ásamt Öss­uri Har­alds­syni. Hann hélt svo bara upp­tekn­um hætti í seinni hálfleikn­um.

Ein­ar Birg­ir Stef­áns­son var lang­drýgst­ur hjá KA, jafnt í sókn­inni sem vörn­inni. Dag­ur Árni Heim­is­son studdi vel við Ein­ar Birgi og skoraði mikið.“

Nánar hér á mbl.is og hér og hér

Smellið hér til að sjá viðtal við Halldór Stefán þjálfara KA

Smellið hér til að sjá alla tölfræði leiksins

Hvaðan kemur verðbólgan?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
17. september 2024 | kl. 16:30

Hvert er hlutverk sveitarfélaga í þjóðarátaki gegn ofbeldi meðal barna?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
15. september 2024 | kl. 13:30

Hver er Akureyri framtíðar?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:30

Hverfist allt um lokamarkmiðið

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
10. september 2024 | kl. 13:30

Umhverfisslys í Kjarnaskógi

Elín Kjartansdóttir skrifar
02. september 2024 | kl. 14:30

Gulir og glaðir að störfum

Bragi V. Bergmann skrifar
02. september 2024 | kl. 14:25