Fara í efni
Umræðan

Þór/KA mætir Val í dag – frítt á leikinn

Leikmenn Þórs/KA fagna marki í leik liðanna á Akureyri fyrr í sumar. Vonandi hafa þær ástæðu til að fagna í kvöld. Mynd: Þórir Ó. Tryggvason.

Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum og nýkrýndum bikarmeisturum Vals í 2. umferð efri hluta Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Greifavellinum (KA-velli) og hefst kl. 17:15. Bílaleiga Akureyrar býður öllum á leikinn.

Valsliðið er nýkomið úr Hollandsferð þar sem liðið lék tvo leiki á fjórum dögum í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, en Þór/KA spilaði síðast fyrir tæpum tveimur vikum. Valur er í harðri keppni við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn, ein einu stigi munar á liðunum. Breiðablik er með 51 stig og Valur 50 þegar bæði lið eiga fjóra leiki eftir. Þór/KA er svo í 3. sætinu með 33 stig, en Víkingar eru stigi á eftir með 32 stig eftir sigur gegn FH í gærkvöld í 2. umferðinni.

Fram kom fyrr í vikunni að tvær af erlendu knattspyrnukonunum sem spilað hafa fyrir Þór/KA á tímabilinu, Lara Ivanuša og Lidija Kuliš, séu á förum frá félaginu til félags í Abu Dhabi. Félagaskipti þeirra hafa þegar gengið í gegn og verða þær ekki með Þór/KA í dag. Það má því búast við að meðalaldur hópsins lækki töluvert í dag og að enn og aftur tefli Þór/KA fram langflestum heimaöldum leikmönnum í leik í Bestu deildinni. 

Meira er í húfi fyrir gestina í dag en okkar konur í Þór/KA, sem þó eru í baráttu við Víkinga um að halda 3. sætinu, en þessi lið mætast einmitt á Akureyri í lokaumferðinni 5. október.

Leikir sem liðin eiga eftir

  • Þór/KA: Valur (h), Breiðablik (ú), Þróttur (ú), Víkingur (h)
  • Víkingur: Þróttur (h), Valur (h), Þór/KA (ú) 

Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa

Franz Árnason skrifar
25. janúar 2025 | kl. 06:00

Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa

Hlín Bolladóttir skrifar
24. janúar 2025 | kl. 17:30

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30