Fara í efni
Umræðan

Íbúðabyggð við bílastæði?

Sérkennileg umræða hefur verið að gerjast hjá eigendum verslunarmiðstöðva undanfarin misseri. Þessi umræða gengur út að láta land við bílastæði verslunamiðstöðva undir blokkir og fjölda íbúða. Fyrst urðu bæjarbúar varir við slíkt þar sem settar voru fram hugmyndir um nokkurra hæða hús við bílastæði Norðurtorgs.

Það svæði er ekki hugsað undir slíkt og þyrfti að byrja á því að gera aðalskipulagsbreytingu og síðan deiliskipuleggja svæðið. Það dylst engum að slíkar hugmyndir eru ekki sérlega góðar, hver eru gæði íbúa umkringdir bílastæðum verslunarmiðstöðvar og líklega verður matsölustaður í næsta nágrenni. Hver dæmi fyrir sig.

Glerártorg

Nú hafa sambærilegar hugmyndir komið fram um að byggja við bílastæði Glerártorgs og í brekkunni við Byggðaveg. Þær hugmyndir eru mun stórkallalegri en þær við Norðurtorg. Allt að því fimm sjö hæða blokkir og tugir íbúða. Nú má velta fyrir sér gæðum slíkra íbúða, útsýni yfir bílastæði og allir vita hversu þétt setin þessi bílastæði eru alla daga. Sannarlega eru ekki mikil loftgæði á slíkum stað. Í hina áttina, til suðurs, eru íbúðir á neðri hæðum með útsýni beint inn í brekkuna og þar eru svipaðar aðstæður og í Holtahverfi þar sem íbúar á neðstu hæðum til vesturs sjá lítið, allt upp á þriðju hæð. Sannarlega ekki mikil gæði fyrir íbúa við þannig aðstæður.

Ég tel að þessar hugmyndir verði að rýna vandlega. Á þessu eru greinilegir gallar sem verður að hafa í huga. Að mínu mati er hætt við að gæði þessara íbúða verði minni en ásættanlegt er. Ég persónulega vildi ekki búa á eða við þéttsetin bílastæði. Hætt við að þar verði loftgæði minni en hægt er að þola auk þess sem hætt er við vandræðum umferðarlega séð.

Einnig er hætt við að gæði íbúða á neðri hæðum til suðurs sé lítil, grafnar inn í brekkuna.

Vona að íbúar taki þátt í athugasemdaferli þegar þar að kemur. Það að vanda skipulagsvinnuna.

Jón Ingi Cæsarsson er fyrrverandi formaður skipulagsnefndar Akureyrar

Hugmyndir að uppbyggingu í kringum Glerártorg.

Hver er Akureyri framtíðar?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:30

Hverfist allt um lokamarkmiðið

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
10. september 2024 | kl. 13:30

Umhverfisslys í Kjarnaskógi

Elín Kjartansdóttir skrifar
02. september 2024 | kl. 14:30

Gulir og glaðir að störfum

Bragi V. Bergmann skrifar
02. september 2024 | kl. 14:25

Telja Brussel vera langt í burtu

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
01. september 2024 | kl. 06:00

Tala eingöngu um vextina

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
29. ágúst 2024 | kl. 19:00