Fara í efni
Umræðan

KA hefur leik í Olísdeild karla í dag

KA-menn fagna eftir sigur á Val á síðasta tímabili. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Keppni í efstu deild Íslandsmóts karla í handknattleik, Olísdeildinni, er hafin, en KA-menn hefja leik í dag þegar þeir sækja Seltirninga í Gróttu heim. Leikurinn hefst kl. 16:15.

KA endaði í 8. sæti Olísdeildarinnar í vor og féll út í átta liða úrslitum eftir tvö töp gegn FH. Þjálfarar og fyrirliðar félaganna spá þeim sama sætinu í ár. Félagið hefur fengið til sín tvo erlenda leikmenn, Kamil Pedryc, pólskan línumann, og Marcus Rättel frá Eistlandi, auk þess sem Bjarni Ófeigur Valdimarsson gekk í raðir félagsins frá GWD Minden, en hann sleit hásin í mars og er því að koma til baka eftir þau meiðsli og aðgerð. Rättel er 19 ára gamall, örvhentur leikmaður, en fyrir hjá KA er landi hans Ott Varik, einnig örventur leikmaður. Þá hefur félagið endurnýjað samninga við flesta af ungu og efnilegu leikmönnum félagsins sem hafa leikið lykilhlutverk með liðinu undanfarin ár.

Laugardagur 7. september kl. 16:15 í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi
GRÓTTA - KA

Komnir

  • Bjarni Ófeigur Valdimarsson frá GWD Minden.
  • Kamil Pedryc frá Zagłębie Lubin.
  • Marcus Rättel frá SK Tapa.


Einn af nýju liðsmönnunum sem verða í herbúðum KA í vetur, Bjarni Ófeigur Valdimarsson. Hann er að koma til baka eftir að hafa slitið hásin fyrr á árinu.

Farnir

  • Ólafur Gústafsson til FH.
  • Leó Friðriksson til Þórs.
  • Kristján Gunnþórsson til Þórs.

Upplýsingar um félagaskipti eru fengnar af handboltavef Íslands, handbolti.is


Ólafur Gústafsson er genginn í raðir FH eftir fjögur ár með KA, en verður frá keppni næstu fjórar til sex vikurnar að því er fram kom í frétt á handbolti.is á dögunum.

Fyrstu leikir 

  • Grótta (ú)
  • Haukar (h)
  • Afturelding (ú)
  • Valur (ú)
  • ÍR (h)

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00