Fara í efni
Umræðan

Helstu framkvæmdir á vegum bæjarins

Fyrstu skóflustungur teknar í sumar vegna framkvæmda við nýjan keppnisvöll á KA-svæðinu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Meðal framkvæmda sem framundan eru hjá Akureyrarbæ eru tveir nýir íbúakjarnar fyrir fatlað fólk. Reynt að flýta þeim framkvæmdum eins og kostur er, skv. því sem fram kemur í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árin 2023 til 2026. Þá er gert ráð fyrir stofnframlagi til Brynju og Bjargs vegna leiguíbúða en gert var samkomulag við Brynju húsfélag um sérstaka uppbyggingu íbúða fyrir öryrkja. 

Á næsta ári er gert ráð fyrir að klára framkvæmdir í Skautahöllinni og haldið verður áfram með framkvæmdir á KA-svæðinu. Einnig er gert ráð fyrir að byggt verði upp á Þórsvæði fyrir um 360 milljónir á tímabilinu. Farið verður í staðavalsgreiningu á innisundlaug og unnið að því að færa vetraraðstöðu Golfklúbbs Akureyrar á Jaðar og losa þannig um fyrir aðrar greinar í Íþróttahöllinni. Alls er því gert ráð fyrir um 718 milljónum á næsta ári til íþróttamála og tæpum 1,5 milljarði næstu árin þar á eftir. Uppbyggingu verður einnig fram haldið á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli.

Mest fé til framkvæmda á vegum sveitarfélagsins á næsta ári

  • KA, keppnisvöllur og stúka – 623 milljónir kr.
  • Glerárskóli A-álma og garðar – 550 milljónir
  • Síðuskóli, lóð – 127 milljónir
  • Skautahöll, félagsaðstaða – 90 milljónir

Framlög alls vegna framkæmda, 2023 til 2026

  • KA, keppnisvöllur og stúka – 923 miljónir
  • KA, búnings- og félagsaðstaða – 600 milljóinr
  • Glerárskóli, A-álma og garðar – 703 milljónir
  • Glerárskóli, C-álma og tenging mannvirkja – 330 milljónir
  • Glerárskóli, lóð austan og sunnan að hluta – 90 milljónir
  • Nýr leikskóli – 450 milljónir. Undirbúningur að byggingu nýs leikskóla hefst á árinu 2023 og er stefnt að verklokum árið 2025.
  • Þórssvæði – 365 milljónir
  • Nýtt hjúkrunarheimili, hlutur Akureyrarbæjar – 380 milljónir
  • Sundlaug Akureyri, innilaug – 210 miljónir
  • Síðuskóli, lóð – 127 milljónir

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00