Fara í efni
Umræðan

Nýtt „millistykki“ fyrir framboð einstaklinga

Ásgeir Ólafsson Lie, ráðgjafi og markþjálfi, hefur auglýst eftir fólki sem vill bjóða sig fram í næstu kosningum til bæjarstjórnar Akureyrar árið 2026, fyrir hönd framboðs sem kallast Nýtt upphaf.

Áhersla er lögð á að ekki sé um að ræða flokk heldur einskonar „millistykki“ frá frambjóðendum til kjósenda, fyrir fólk sem langi að bjóða sig fram að eigin verðleikum. Í fyrsta skipti verði hægt að kjósa einstaklinga í stað flokka.

„Þetta er gömul hugmynd sem lengi hefur verið í bígerð en er loks farin af stað,“ segir Ásgeir, spurður hvers vegna skrefið sé stigið núna. Hann auglýsir eftir 11 einstaklingum „sem hafa áhuga á að taka þátt í einhverju sem aldrei áður hefur verið framkvæmt á Íslandi.“ 

Spurt er: Hvernig virkar Nýtt upphaf? Ásgeir útskýrir það:

  • Hver umsækjandi setur fram sín stefnumál og loforð um vinnu á kjörtímabilinu. „Loforð og stefnu sem enginn flokkur segir hann þurfa að styðja. Engin flokksvinna. Engin flokkakosning. Ekkert samráð. Ekkert flokkapot. Engin pólítík,“ segir Ásgeir.
  • Raðað verður á lista með lýðræðislegu kjöri á netinu. Þeir sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu geta kosið. „Uppstilling er gerð af fólkinu. og allir mega kjósa.“
  • Hægt verður að bjóða sig fram í ákveðin sæti og röðunin ræðst í kosningunni.
  • Stefnumál hvers og eins geta verið misjöfn. Sá sem vill kjósa þann sem verður í fjórða sæti listans – svo dæmi sé tekið – merkir við þann frambjóðanda en getur strikað aðra út, líki honum ekki þeirra stefnumál, að sögn Ásgeirs.
  • Nýtt upphaf sér um að kynna alla á listanum, sem hver og einn verður þó í raun sjálfstæður frambjóðandi.

„Það er okkar að fljúga“

„Það tekur tíma að finna fólk á listann og í framboð. Fólkið þarf að fá sinn tíma að vinna sín stefnumál og það tekur líka tíma að kynna eitthvað sem hefur aldrei verið gert áður fyrir kjósendum og almenningi,“ segir Ásgeir.

„Það er okkar tilfinning að það sé eftirspurn eftir nýju fólki og nýjum nálgunum í kosningum. Fleiri tækifærum. Það gerist ekki mikið nýrra en það að geta kosið fólk í stað flokka. Nýtt upphaf er því ferskur andblær í komandi sveitarstjórnarkosningar sem haldnar verða á Akureyri árið 2026.“

Merki Nýs upphafs er fuglabúr sem búið er að brjóta og fuglinn floginn á brott. „Það er okkar að fljúga,“ segir Ásgeir Ólafsson Lie og bendi á gildi framboðsins: Kurteisi – Virðing – Áræðni – Vegferð

Nýtt upphaf á Facebook

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00