Fara í efni
Umræðan

Skipa samninganefnd vegna Blöndulínu 3

Móahverfið nýja verður þar sem græni hringurinn er dreginn. Rauða línan sýnir um það bil hvernig Blöndulína 3 mun liggja að Rangárvöllum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Bæjarráð Akureyrar hefur stofnað samninganefnd vegna Blöndulínu 3 að ósk Landsnets. Nefndin mun ræða við félagið um lagningu fyrirhugaðrar línu innan bæjarmarkanna.
 
Samninganefndina skipa bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir auk Péturs Inga Haraldssonar  skipulagsfulltrúa.
 
Akureyri.net hefur fjallað ítarlega um Blöndulínu 3 á síðustu misserum.
 

Landsnet gerir ráð fyrir loftlínu í landi Akureyrar allt að spennistöð á Rangárvöllum, athafnasvæði Norðurorku við Hlíðarfjallsveg, þegar Blöndulína 3 verður lögð. 

Fari svo mun línan liggja ofan Giljahverfis og hins nýja Móahverfis. Það samræmist ekki aðalskipulagi Akureyrar og bæjarfulltrúar voru margir harðir á því fyrir síðustu kosningar að línuna yrði að leggja í jörð því því mikilvægt væri skerða ekki möguleikann til frekar stækkunar byggðar.

Sjóðir bundnir landsvæðum til að styðja við nýsköpun og skapandi greinar

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 10:00

Akureyrarbær stendur við sitt

Ásthildur Sturludóttir skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 15:45

Lægri fjármagnskostnaður, er krónan góð fyrir landsbyggðirnar?

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 10:00

Örugg skref um allt land

Logi Einarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 06:00

Frjálslynd Viðreisn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum

Anna Júlíusdóttir skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 14:20