Bæjarfulltrúar, hugsið málið
21. desember 2024 | kl. 06:00
Landsnet gerir ráð fyrir loftlínu í landi Akureyrar allt að spennistöð á Rangárvöllum, athafnasvæði Norðurorku við Hlíðarfjallsveg, þegar Blöndulína 3 verður lögð.
Fari svo mun línan liggja ofan Giljahverfis og hins nýja Móahverfis. Það samræmist ekki aðalskipulagi Akureyrar og bæjarfulltrúar voru margir harðir á því fyrir síðustu kosningar að línuna yrði að leggja í jörð því því mikilvægt væri skerða ekki möguleikann til frekar stækkunar byggðar.