Fara í efni
Umræðan

Brynjólfur Ingvarsson óskar tímabundins leyfis

Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason, fyrrum félagar í Flokki fólksins, en nú óflokksbundnir.

Brynjólfur Ingvarsson bæjarfulltrúi hefur óskað eftir að vera tímabundið leystur frá störfum sem bæjarfulltrúi og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði til 15. apríl 2024. Beiðni hans þess efnis verður tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í dag. Jafnframt verður tekin fyrir tillaga Brynjólfs um að Jón Hjaltason, sem skipaði 3. sæti á framboðslista Flokks fólksins fyrir kosningar í bæjarstjórn vorið 2022, taki sæti Brynjólfs sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráði.

Brynjólfur var efstur á F-lista, Flokks fólksins, í sveitarstjórnarkosningunum í maí 2022. Listinn fékk 1.114 atkvæði og einn mann kjörinn. Fljótlega eftir kosningar blossuðu upp deilur innan flokksins á Akureyri þar sem Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem skipuðu 2., 4. og 5. sæti listans, sökuðu Brynjólf, Jón og Hjörleif Hallgríms um svívirðilega framkomu í sinn garð.

Þann 4. október 2022 tilkynnti Brynjólfur bæjarstjórn um úrsögn sína úr Flokki fólksins, en jafnframt að hann hygðist sitja áfram í bæjarstjórn sem óflokksbundinn bæjarfulltrúi. Jón Hjaltason sagði sig einnig úr flokknum. Báðir héldu þeir áfram störfum í bæjarstjórn og nefndum sem þeir höfðu verið kjörnir í eftir kosningarnar í trássi við vilja stjórnar Flokks fólksins, sem fór fram á að báðir stigju til hliðar „svo fulltrúar flokksins geti sinnt skyldum sínum gagnvart kjósendum og gætt hagsmuna þeirra,“ eins og segir í bréfi stjórnarinnar til Brynjólfs og Jóns þegar úrsagnir þeirra úr flokknum voru staðfestar.

Sjóðir bundnir landsvæðum til að styðja við nýsköpun og skapandi greinar

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 10:00

Akureyrarbær stendur við sitt

Ásthildur Sturludóttir skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 15:45

Lægri fjármagnskostnaður, er krónan góð fyrir landsbyggðirnar?

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 10:00

Örugg skref um allt land

Logi Einarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 06:00

Frjálslynd Viðreisn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum

Anna Júlíusdóttir skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 14:20