Fara í efni
Umræðan

Vetrarparadísin Akureyri!

Nú er vetrarfrí í skólum bæði í Reykjavík og Garðabæ. Fólk flykkist til höfuðstaðar Norðurlands til þess að njóta yndislegra samverustunda með fjölskyldu og vinum. Við Akureyringar megum vera mjög stolt af mörgu í okkar bæ. Um helgina eru nánast öll gistipláss uppbókuð, veitingahús þéttsetin og útivistarperlurnar okkar vel nýttar. Aðstaðan í bænum er í marga staði alveg til fyrirmyndar og engin tilviljun að fólk komi hingað í þúsundatali í vetrarfríinu að njóta góðra stunda í okkar frábæra bæ.

Það er mikill kraftur og metnaður í ferðaþjónustunni á Akureyri og í gær tilkynnti Niceair um millilandaflug frá Akureyri til Spánar, Danmerkur og Bretlands sem er mikið gleðiefni. Einnig mun flugvöllurinn stækka á næstu árum sem eru löngu tímabærar framkvæmdir og munu þær bæta aðstöðuna til þess að taka á móti ferðamönnum á Akureyrarflugvellinum til mikilla muna. Á þessu ári munu Skógarböðin opna sem verður glæsilegur baðstaður rétt fyrir utan Akureyri.

Það eru svo sannarlega bjartir tímar framundan í ferðaþjónustunni! Við þurfum samt sem áður að bæta í á ákveðum sviðum og styrkja stöðuna á öðrum . Í Akureyringum býr ógnarstyrkur og sóknarfærin eru fjölmörg. Nýtum okkar meðbyrinn, styrkjum grasrótina og vöxum áfram á réttan hátt.

Heimir Örn Árnason sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri vegna komandi sveitastjórnarkosninga í maí.

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30