Fara í efni
Umræðan

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Símafrí í grunnskólum Akureyrarbæjar hefur mælst vel fyrir en er vonandi bara fyrsta skrefið af mörgum í þeirri vegferð að vernda og bæta líðan barnanna okkar. Við þurfum hins vegar á samstilltu átaki að halda ef við ætlum að komast í mark.

Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að hefja vinnu við gerð samfélagssáttmála um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna. Vinnan felst í því að móta sameiginleg viðmið íbúa og verður auðvitað ekki unnin án þess að fá heimilin í lið með okkur. Foreldrar verða að taka sér leiðandi hlutverki, en fræðslu - og lýðheilsusvið bæjarins getur hins vegar skapað umgjörð fyrir samtalið, leitt saman ólíka hópa og kannað hvort við getum ekki sett okkur sameiginlegar leikreglur sem samfélag.

Eiga ung börn heima í bergmálshelli samfélagsmiðlanna?

Samkvæmt tölum frá Fjölmiðlanefndar um netnotkun barna kemur fram að árið 2021 voru 60% barna á aldrinum 9-12 ára með aðgang að TikTok og Snapchat. Árið 2023 hafði það hlutfall lækkað niður í 36% á TikTok og 42% á Snapchat. Á báðum miðlum er 13 ára aldurstakmark. Það er virkilega jákvætt að við séum að ná árangri en betur má ef duga skal. Þessar tölur eru sláandi.

Foreldrar standa berskjaldaðir gagnvart þrýstingi barna og ofurvaldi markaðsaflanna og þess vegna er mikilvægt að við stöndum saman. Við vitum lítið um heim þeirra í hinni stafrænu veröld - veröld án allrar ritskoðunar og eftirlits. Sameiginlegur sáttmáli krefst samvinnu meðal foreldra, og vinnan sjálf getur styrkt foreldrasamfélagið og tengslin okkar á milli. Foreldrar fá tækifæri til að deila hugmyndum, styrkja stuðningsnet sitt og standa saman í því að búa börnum sínum betra uppeldi.

Ákall um breytingar

Samfélög um allan heim eru nú að átta sig á þeim áhrifum sem samfélagsmiðlar hafa á ungt fólk. Það kallar á nýjar nálganir í uppeldi og menntun. Með því að sameinast um skýrar og raunhæfar leikreglur getum við byggt upp heilbrigðara stafrænt umhverfi fyrir börnin okkar. Samfélagssáttmáli um samfélagsmiðlanotkun og skjátíma snýst ekki höft – heldur tækifæri. Tækifæri til að styrkja sjálfsmynd, vellíðan og félagsfærni nýrra kynslóða.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir er bæjarfulltrúi Framsóknar á Akureyri

Það er vá fyrir dyrum – Börnin okkar

Svava Þ. Hjaltalín skrifar
06. apríl 2025 | kl. 20:30

Hin raunverulega byggðastefna

Jón Þór Kristjánsson skrifar
05. apríl 2025 | kl. 06:00

Raunfærnimat er öflugt tæki

Helena Sif Guðmundsdóttir skrifar
04. apríl 2025 | kl. 10:00

Gefum von og söfnum rauðum fjöðrum í vængi vonarinnar

Geirþrúður Fanney Bogadóttir og Ellen Calmon skrifa
04. apríl 2025 | kl. 09:50

Að bregðast ungu fólki í við­kvæmri stöðu

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. apríl 2025 | kl. 10:45