Fara í efni
Umræðan

Sérkennilegt framboð

Bæjarkosningar fara í hönd og kosið verður 14. maí n.k. og hafa 9 framboð komið fram hér á Akureyri. Eitt þeirra sker sig úr all sérkennilegt en það hefur aðeins eitt mál á stefnuskrá sinni en það er að bera mikla umhyggju fyrir kisum en hver hefur það nú ekki án sérstaks framboðs?

Maðurinn á bak við þetta framboð er sagður brottfluttur Akureyringur, spjátrungurinn Snorri Ásmundsson og titlar sig listamann. Nú er vitað að t.d. 2. frambjóðandi á lista Flokks fóksins á nokkrar kisur og varla hefur hún mikið á móti þessum ágætu dýrum, og einnig vil ég minnast að lengi býr að fyrstu gerð og á ég þar við að t.d. ég undirritaður var a.m.k. 8 sumur í sveit fram að fermingu og allsstaðar voru kisur, sem maður batt hreinlega vinskap við og svo er um miklu fleiri ekki síst þá sem eru í framboði fyrir Flokk fólksins. En samt segjum við fólkið fyrst síðan allt hitt þó við séum kattavinir.

Snorri þessi hefur komið fram í fjölmiðlum og talað digurbarkalega og blaðrað um að þetta framboð hans komi a.m.k. 5 manns í bæjarstjórn Akureyrar nú og að auki er hann dubbaður upp sem bæjarstjóraefni. Guð forði mér frá því þar sem mig langar til að búa hér áfram í mínum yndislega, fæðingar- og uppeldisbæ. Mér finnst illskiljanlegt að allt það góða fólk hér í bæ, sem ánetjast þessu bulli í spjátrungnum Snorra ekki síst vegna þess sem talað er að eftirtekjur svokallaðrar listar hans séu heldur rýrar og þess vegna sé hann brottfluttur að berjast fyrir að komast í bæjarstjórn Akureyrar, sem gefa þó að lágmarki um 340 þús. kr. á mánuði og að auki rúml. 50 þús. kr. fyrir hverja fundar setu svo hér er heldur betur eftir nokkru að slægjast.

Að lokum vil ég segja að kattarvinir sem og allir aðrir eru velkomnir til liðs við Flokk fólksins þar sem búast má við að árangur náist í kisumálum sem öðrum málum því þar er tekið tillit til allra þó svo við setjum á oddinn að vinna fyrir eldri borgara, öryrkja og þá sem minna mega sín.

JÖFNUÐ, SAMVINNU og ekki síst MANNÚÐ höfum við að leiðarljósi X F.

Hjörleifur Hallgríms er eldri borgari og á framboðslista hjá Flokki fólksins

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00