Fara í efni
Umræðan

Nýtt hlutverk með öflugu samferðafólki

Á dögunum tók ég að mér nýtt hlutverk sem ég tel með þeim stærri í mínu lífi, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri. Er mjög spennt fyrir þessu nýja hlutverki og ætla að gefa mig alla í það. Ég veit að þessi vegferð verður á við nokkrar háskólagráður. Það sem tekur þó af mér allan vafa um að ég hafi tekið rétta ákvörðun er það öfluga fólk sem leiðir þennan lista með mér. Tel að reynsla mín af sveitarstjórnarmálum muni nýtast vel en sú þekking og reynsla sem fylgir samferðafólki mínu, Gunnari Má Gunnarssyni, Ölfu Jóhannsdóttur, Sverre Jakobsson og Theu Rut Jónsdóttur, er ekki síður mikilvæg í þeim verkefnum sem okkur bíða.

Það er ekki spurning í okkar huga að verkefni næsta kjörtímabils eru málefni barna og að koma farsældarlögunum í framkvæmd þeim til heilla. Þar kemur Alfa sterk inn sem hefur unnið að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og starfar nú sem forvarnarfulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gunnar Már hefur sérhæft sig í málefnum norðurslóða og starfar að byggðaþróun sem mun nýtast okkur vel í því verkefni að móta enn frekar svæðisbundið hlutverk Akureyrar og hvernig við ætlum að sækja fram sem sterkt atvinnusvæði. Sverre, leiðtogi úr íþróttahreyfingunni með reynslu úr fjármálum og viðskiptalífinu, og lokum Thea sem mun veita okkur góða innsýn inn í heilbrigðismálin á Akureyri en hún starfar sem skurðhjúkrunarfræðingur.

Af hverju Framsókn?

Sem fulltrúi í fastanefndum sveitarfélagsins og sem varabæjarfulltrúi hefur áhugi minn á bæjarmálunum vaxið jafnt og þétt og í Framsókn hef ég fundið minn hljómgrunn. Ég trúi því staðfastlega að framtíðin ráðist á miðjunni. Framsókn er flokkur samvinnu og frjálslyndis sem leggur ríka áherslu á opinskátt samtal milli íbúa og kjörinna fulltrúa.

Er mjög ánægð með störf Framsóknarflokksins síðustu ár og tel þau ríma mjög vel við áherslur okkar í vor. Hlakka til að eiga gott samstarf við okkar þrjá öflugu þingmenn í kjördæminu og þau fjögur ráðuneyti sem Framsóknarflokkurinn fer fyrir eru okkur líka mikilvæg. Einu sinni var ég þeirrar skoðunar að flokkar skiptu ekki máli á sveitarstjórnarstiginu, þetta snerist bara um einstaklinga í framboði, en það er alls ekki rétt. Þetta skiptir hellings máli.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir er í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri í vor.

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00