Fara í efni
Umræðan

Minnisvarði í formi stálmastra yrði stórslys

Fulltrúar Akureyrarbæjar og þingmenn kjördæmisins funda í dag með Landsneti vegna legu Blöndulínu 3 innan skilgreinds þéttbýlis í bæjarlandi Akureyrar. Landsnet vill leggja línuna ofanjarðar innan bæjarmarkanna en Akureyrarbær að strengurinn fari að mestu í jörðu.

„Tenging línunnar er vissulega mikilvæg fyrir atvinnulíf og samfélag á Norðurlandi. Alþingi hefur hinsvegar mótað stefnu sem fjallar einmitt um þá hagsmuni sem eru í húfi; lagningu raflínu í meginflutningskerfi innan skipulags þéttbýlis. Þar er gefin skýlaus og ótvíræð heimild til Landsnets um nýtingu jarðstrengs við slíkar aðstæður,“ segir Karl Ingólfsson í grein sem birtist á Akureyri.net í morgun

„Forkólfar Landsnets bera fyrir sig að ekki sé tæknilega mögulegt að leggja þessa 2 km af Blöndulínu í jörð innan bæjarmarkanna vegna áforma um aðrar strenglagnir á Norðurlandi og er þar helst að telja Dalvíkurlínu 2 sem er væntanlegur 66kV jarðstrengur milli Akureyrar og Dalvíkur,“ segir Karl en fullyrðir að þetta sé rangt.

„Það væri stórslys ef núverandi bæjarstjórn reisir sér minnisvarða í formi stálmastra sem verða þau síðustu sem reist verða í þéttbýli á Íslandi,“ segir greinarhöfundur.

Smellið hér til að sjá grein Karls Ingólfssonar.

Karl Ingólfsson segir: Myndin sýnir mastragerð sem áformuð var í fyrri atrennu Blöndulínu3. Ekki er vitað hvernig möstur Landsnet hyggst nú reisa í þéttbýlinu. Landsnet var gert afturreka með fyrri matskýrslu Blöndulínu 3. Á þeim tíma kom þó ekki annað til greina en að tengja Rangárvelli með jarðstreng um þéttbýlishluta bæjarlandsins. Landsnet hefur ekki kynnt með fullnægjandi hætti mastragerðir og línuleið innan þéttbýlisins. Þessi vinnubrögð standast ekki mál.

Hættum að slá ryki í augun á fólki!

13. nóvember 2024 | kl. 19:30

Alvöru byggðastefnu takk!

Logi Einarsson skrifar
13. nóvember 2024 | kl. 06:00

Flug til framtíðar

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
13. nóvember 2024 | kl. 06:00

Hvenær ætlarðu að flytja heim?

Jón Þór Kristjánsson skrifar
12. nóvember 2024 | kl. 14:50

Vilja miklu stærra bákn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
12. nóvember 2024 | kl. 14:00

Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok

Skúli Bragi Geirdal skrifar
12. nóvember 2024 | kl. 09:15