Fara í efni
Umræðan

Blöndulína í brennidepli – kynning í kvöld

Akureyrarbær hefur lagt fram málamiðlanir í viðræðum við Landsnet; annars vegar 2,3 km jarðstreng með endavirki ofan Lögmannshlíðarvegar, hins vegar 1,3 km streng með endavirki skammt vestan Lónsins.

Blöndulína 3, háspennulína frá Blönduvirkjun til Akureyrar, hefur verið í brennidepli undanfarið. Enginn velkist í vafa um mikilvægi línunnar en bæjaryfirvöld á Akureyri og Landsnet hafa hins vegar verið á öndverðum meiði um lagningu hennar innan bæjarmarka Akureyrar.

Landsnet heldur kynningarfund um Blöndulínu 3 á Hótel KEA í kvöld, fimmtudagskvöld, þar sem farið verður yfir stöðu framkvæmdarinnar, allir eru velkomnir á fundinn og ástæða til þess að hvetja fólk til að mæta og kynna sér málið.

Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa lengi lagt mikla áherslu á að línan verði lögð í jörðu innan bæjarmarkanna allt þar til hún kemur að endavirki við Rangárvelli en forsvarsmenn Landsnets halda því fram að það sé ekki mögulegt.

Stefna stjórnvalda ...

Forráðamenn bæjarins hafa bent á að takmarkað land sé til uppbyggingar á Akureyri, loftlína myndi vera býsna nálægt Móahverfi – nýjasta hverfi bæjarins sem vinna er að hefjast við, nyrst og vestast í bænum – og loftlína myndi takmarka möguleika til frekari uppbyggingar á svæðinu.

Þá hefur verið bent á, m.a. í greinum hér á Akureyri.net, að hugmynd Akureyrarbæjar um streng í jörðu séu í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda um raflínur í skilgreindu þéttbýli, þar sem jarðstrenguir eru að fullu heimilaðir. Minnt hefur verið á að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þáverandi iðnaðarráðherra, sagði við stefnumörkun á Alþingi að loftlínur myndu ekki liggja inn i þéttbýli.

Hugmyndir Akureyrarbæjar

Akureyrarbær hefur lagt fram málamiðlanir í viðræðum við Landsmet; annars vegar 2,3 km jarðstreng með endavirki ofan Lögmannshlíðarvegar, hins vegar 1,3 km streng með endavirki skammt vestan Lónsins. Heimild er fyrir báðum þesssum strengleiðum skv. Aðalskipulagi Akureyrar.

Norðan Rangárvalla lægju strengirnir nálægt núverandi 150 MW tengingu til TDK/Becromal og nýjum streng til Dalvíkur sem leggja á næsta sumar. Þar er frátekið ákveðið helgunarsvæði sem hefði sérstaka stöðu í skipulagi Akureyrar. Ljóst er að loftlína af þessarri stærðargráðu hefði allt önnur og meiri áhrif við ný íbúahverfi Akureyrar.

  • Fundurinn á Hótel KEA hefst klukkan 19.30 og gert er ráð fyrir að hann standi til 21.30.

Akureyri er eina þéttbýlið á nýrri 220 kV tengingu milli Grundartanga og Fljótsdalsvirkjunar.

Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi

Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
23. nóvember 2024 | kl. 12:00

Útrýming sjóbleikjunnar í Eyjafirði í boði Kleifa fiskeldis

Bessi Skírnisson og Sigmundur E. Ófeigsson skrifa
22. nóvember 2024 | kl. 16:30

Orkumál

Jóna Björg Hlöðversdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 16:00

Hægt með krónunni?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 11:15

Kjalvegur Y

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 10:30

Uppbygging Akureyrarflugvallar hefur aukið lífsgæði íbúa

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 22:10