Fara í efni
Umræðan

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Kjósendur standa frammi fyrir skýru vali þann 30. nóvember. Þeir geta valið vinstri öflin og forsjárflokkana alla eða kosið Sjálfstæðisflokkurinn fyrir aukið einstaklingsfrelsi, lægri skatta og léttari byrði.

Létta þarf undir með heimilum landsins. Það gerum við best með því að minnka báknið, draga úr völdum stjórnmálamanna á líf fólks, lægri sköttum og skilja þannig meira eftir í vösum fólks. Við eigum að hjálpa fólki að sjálfsbjörg og tryggja að þeir sem höllum fæti standa fái skjól og liðsinni, að enginn verði út undan.

Hvernig gerum við þetta? Sjálfstæðisflokkurinn hefur í kosningabaráttunni kynnt þætti varðandi skatta á komandi kjörtímabili:

  • Létta undir með barnafólki - 150 þúsund króna árlegur skattaafsláttur með hverju barni undir þriggja ára.
  • Afnema stimpilgjald á kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði.
  • Framlengja skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hækkum fjárhæðarmörk. Jafnframt ætti að leyfa foreldrum að færa allt að 2 milljónum króna af séreignarsparnaði inn á höfuðstól íbúðaláns eða séreignarsparnað barna skattfrjálst.
  • Við eigum að helminga erfðafjárskatt og fjórfalda frítekjumarkið í 20 milljónir króna.
  • Frítekjumark fjármagnstekna þarf að hækka í 500 þúsund krónur - hættum að skattleggja verðbólgu.
  • Efsta þrep skattkerfisins miðist við tvöfaldar meðaltekjur.

En meginstefið er eftir sem áður að hver og einn njóti tækifæris til þess að dafna og blómstra í lífinu, og frjálst framtak og frjálsir einstaklingar efli þannig og styrki land og þjóð. Til þess þarf að halda sköttum og afskiptum ríkis af einstaklingum og fyrirtækjum hóflegum. Stefni viljinn þangað kýstu Sjálfstæðisflokkinn.

Jens Garðar Helgason er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30