Fara í efni
Umræðan

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Austursíða 4 - umsókn um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 2023090795Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. desember 2024:

Auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nær til lóða við Austursíðu 2-6 lauk þann 28. nóvember sl. Í breytingunni felst að landnotkun á svæðinu breytist úr athafnasvæði í verslun- og þjónustu. Er gert ráð fyrir blandaðri landnotkun á svæðinu með heimild fyrir íbúðum á efri hæðum og miðað við að íbúðarhús geti verið allt að 5 hæðir.

Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, umhverfis- og mannvirkjasviði og Norðurorku.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Andri Teitsson kynnti.

Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nær til lóða við Austursíðu 2-6.

Svo hljóðar bókun bæjarstjórnar Akureyrar í desember 2024. Undirbúningur þess að staðsetja nokkra tugi íbúða á bílastæði við Norðurtorg. Þar er fyrir verslunarmiðstöð og væntaleg áfengisverslun og apótek á næstu lóð við hliðina. Að mínu viti má lesa úr þessari samþykkt furðurlegt metnaðarleysi fyrir umhverfi fyrir fjölskyldur Akureyrarbæjar. Að sjá fyrir sér börn alast upp nánast á bílstæði, þar sem er mikil umferð og þétt setin bílastæði. Þarna umhverfis eru fjölsóttar verslanir, apótek og vínbúð bæjarins. Væntalega verða fyrirtæki og ef til vill verslanir á neðstu hæð þessara byggingar þannig að enn bætir á álag svæðisins. Ég hreinlega átta mig ekki á hugarfari og skynsemi bæjarfulltrúa að samþykkja svona. Það eru líka íbúðir við Austursíðu sem verða fyrir miklu áreiti vegna mikillar umferðar nánast við bílastæði húsanna.

Vandræðahornið Austursíða - Hlíðarbraut.

Austursíða

Síðan þarf að skoða hvaða áhrif þetta hefur á umferð við Austursíðu. Þar er umferð þegar við þolmörk á álagstímum og mig hryllir við því ástandi sem þar verður við þessa miklu viðbót á Norðurtorgsreitnum. Þar eru þegar umferðarteppur við flest horn og sérlega slæm er staðan við gatnamót Hlíðarbrautar. Þar eru teppur í umferð reglulega mjög oft daginn út og ekki undarlegt því hönnun gatnamótanna er mjög undarleg. Nú verður manni spurn. Hefur verið gerð einhver forkönnun á umferðarmálum Austursíðu áður en þessi samþykkt um aðalskipulagsbreytingu var samþykkt? Eða á bara að sjá til og hugsa „þetta reddast“? Þegar kemur að því að deiliskipulag fer í vinnslu bið ég bæjarfulltrúa að endurhugsa þessa breytingu og draga til baka þessa metnaðarlausu skipulagsbreytingu sem mun gera skipulag á svæðinu verra en það var fyrir, og setja sig í spor þeirra sem þarna munu búa við umferðarmesta bílastæði bæjarins.

Jón Ingi Cæsarsson er fyrrverandi formaður skipulagsnefndar Akureyrar

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00