Fara í efni
Umræðan

Bæjarfulltrúar, ­hugsið málið

Austursíða 4 - umsókn um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 2023090795Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. desember 2024:

Auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nær til lóða við Austursíðu 2-6 lauk þann 28. nóvember sl. Í breytingunni felst að landnotkun á svæðinu breytist úr athafnasvæði í verslun- og þjónustu. Er gert ráð fyrir blandaðri landnotkun á svæðinu með heimild fyrir íbúðum á efri hæðum og miðað við að íbúðarhús geti verið allt að 5 hæðir.

Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, umhverfis- og mannvirkjasviði og Norðurorku.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Andri Teitsson kynnti.

Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nær til lóða við Austursíðu 2-6.

Svo hljóðar bókun bæjarstjórnar Akureyrar í desember 2024. Undirbúningur þess að staðsetja nokkra tugi íbúða á bílastæði við Norðurtorg. Þar er fyrir verslunarmiðstöð og væntaleg áfengisverslun og apótek á næstu lóð við hliðina. Að mínu viti má lesa úr þessari samþykkt furðurlegt metnaðarleysi fyrir umhverfi fyrir fjölskyldur Akureyrarbæjar. Að sjá fyrir sér börn alast upp nánast á bílstæði, þar sem er mikil umferð og þétt setin bílastæði. Þarna umhverfis eru fjölsóttar verslanir, apótek og vínbúð bæjarins. Væntalega verða fyrirtæki og ef til vill verslanir á neðstu hæð þessara byggingar þannig að enn bætir á álag svæðisins. Ég hreinlega átta mig ekki á hugarfari og skynsemi bæjarfulltrúa að samþykkja svona. Það eru líka íbúðir við Austursíðu sem verða fyrir miklu áreiti vegna mikillar umferðar nánast við bílastæði húsanna.

Vandræðahornið Austursíða - Hlíðarbraut.

Austursíða

Síðan þarf að skoða hvaða áhrif þetta hefur á umferð við Austursíðu. Þar er umferð þegar við þolmörk á álagstímum og mig hryllir við því ástandi sem þar verður við þessa miklu viðbót á Norðurtorgsreitnum. Þar eru þegar umferðarteppur við flest horn og sérlega slæm er staðan við gatnamót Hlíðarbrautar. Þar eru teppur í umferð reglulega mjög oft daginn út og ekki undarlegt því hönnun gatnamótanna er mjög undarleg. Nú verður manni spurn. Hefur verið gerð einhver forkönnun á umferðarmálum Austursíðu áður en þessi samþykkt um aðalskipulagsbreytingu var samþykkt? Eða á bara að sjá til og hugsa „þetta reddast“? Þegar kemur að því að deiliskipulag fer í vinnslu bið ég bæjarfulltrúa að endurhugsa þessa breytingu og draga til baka þessa metnaðarlausu skipulagsbreytingu sem mun gera skipulag á svæðinu verra en það var fyrir, og setja sig í spor þeirra sem þarna munu búa við umferðarmesta bílastæði bæjarins.

Jón Ingi Cæsarsson er fyrrverandi formaður skipulagsnefndar Akureyrar

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30