Fara í efni
Umræðan

Deilur í Hafnarfirði eru víti til varnaðar

Karl Ingólfsson, Akureyringur búsettur í Hafnarfirði, hvetur Akureyringa til að gera athugasemdir við það „klúður“ sem hann kallar svo, fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna háspennustrengsins Blöndulínu 3. Þetta kemur fram í grein sem birtist á Akureyri.net í dag.

  • Frestur til að gera athugasemdir við breytingu á skipulaginu rennur út á fimmtudaginn, 23. apríl.
  • Karl segir að fyrr eða síðar þurfi línan að fara í jörð og óábyrgt sé „að lega strengsins sé ekki fest á skipulagi svo önnur áform lagi sig að framtíðar legu strengsins. Með þessari skipulagsbreytingu er bæjarstjórn að festa legu loftlínu innan þéttbýlismarka og þeirri stöðu verður ekki breytt án verulegs kostnaðar fyrir bæjarsjóð. Langvarandi deilur Hafnarfjarðarbæjar við Landsnet um loftlínur í þéttbýli eru þar víti til varnaðar.“
  • Karl segir þeirri spurningu ósvarað hvort fyrirhuguð 220 kV loftlína lækki fasteignamat í Gilja- og Móahverfum. „Það gildir um sumarhús víða um land sem eru innan 1000m fjarlægðar frá loftlínum á hárri spennu, samkvæmt reglum Húsnæðis og mannvirkjastofnunar.“
  • Hann segir farsælast að leggja Blöndulínu strax í jörð innan þéttbýlisins og slíkt sé í samræmi við opinbera stefnumörkun Alþingis. Hann segist þekkja vel „skaðann sem loftlínur Landsnets hafa valdið á þróun þéttbýlis“ í Hafnarfirði. „Óþarft er að gera öll þau mistök á Akureyri,“ segir hann.
  • „Yfirvofandi skipulagsslys virðist bein afleiðing þess að Landsneti tókst að koma samningaferli við Akureyrarbæ inn í lítinn og lokaðan hóp. Reynslan af slíku verklagi er ekki góð. Þessi umræða þarf að fara fram fyrir opnum tjöldum, með þátttöku íbúa. Fá þarf óháða aðila til að yfirfara málflutning Landsnets.“ 

Smellið hér til að lesa grein Karls.

Smellið hér til að sjá lýsingu á umræddri breytingu á aðalskipulagi Akureyrarbæjar.

  • Karl Ingólfsson nefnir í grein sinni deilur í Hafnarfirði. Til útskýringar má benda á grein sem Akureyringurinn Víðir Gíslason skrifaði á síðasta ári og birtist á Akureyri.net. Smellið hér til að lesa þá grein Víðis.

Sjóðir bundnir landsvæðum til að styðja við nýsköpun og skapandi greinar

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 10:00

Akureyrarbær stendur við sitt

Ásthildur Sturludóttir skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 15:45

Lægri fjármagnskostnaður, er krónan góð fyrir landsbyggðirnar?

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 10:00

Örugg skref um allt land

Logi Einarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 06:00

Frjálslynd Viðreisn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum

Anna Júlíusdóttir skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 14:20