Fara í efni
Umræðan

Mannréttindi fyrir alla – líka þá sem eiga við fíknivanda að stríða

Á undanförnum árum hefur verið vakning í málefnum einstaklinga sem eiga við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða. Ýmis úrræði hafa verið sett á laggirnar og má þar m.a. nefna verkefnið: „Frú Ragnheiður“ sem er skaðaminnkandi verkefni á vegum Rauða krossins. SÁÁ hefur til þessa rekið göngudeild hér á Akureyri þar sem einstaklingar í bata hafa getað leitað til. Eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar gerðu L-listinn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin með sér málefnasamning. Lögð var mikil áhersla á félagslegt réttlæti og að allir njóti mannréttinda. Í Þessum samningi má meðal annars sjá yfirlýsingu sem snýr að forvörnum ungmenna. Þar má orðrétt lesa:

„Við viljum að sett verði á fót áfangaheimili fyrir fólk sem er að koma úr áfengis- og fíknimeðferð. Unnið verður að því að tryggja að á Akureyri séu í boði skilvirk meðferðarúrræði og þjónusta vegna fíknivanda, ofbeldis og geðsjúkdóma. “

Nú fjórum árum seinna eru engar fréttir að hafa af neinu áfangaheimili, hvorki af undirbúningi né stofnun þess af neinu tagi.

Þegar einstaklingar með fíknisjúkdóm hafa lokið meðferð á Vogi eða einhverri annarri meðferðarstofnun er talið nauðsynlegt að þeir geti haldið sínu bataferli áfram á áfangaheimili og fengið þar stuðningsmeðferð og um leið tækifæri til að læra að fóta sig á ný í samfélaginu. Í stuðningsmeðferð er fólk markvisst byggt upp. Það fær aðstoð við að standa á eigin fótum, leita sér að vinnu og í sumum tilvikum þarf að hjálpa því að læra á lífið upp á nýtt. Þegar engin þjónusta tekur við eftir fíknimeðferð eru miklar líkur á því að fólk leiti í sama gamla farið og endi aftur í neyslu.

Á höfuðborgarsvæðinu eru nokkur áfangaheimili sem ýmist eru rekin af Reykjavíkurborg eða styrkt af Reykjavíkurborg. Á Akureyri eru engin úrræði fyrir einstaklinga sem lokið hafa meðferð. Það er mat flestra sem koma að málefnum fíkniefnaneytenda að það sárvanti úrræði hér fyrir norðan fyrir þann hóp. Það hlýtur því að vera erfitt fyrir þá sem koma úr meðferð að eiga ekki í nein hús að venda. Þeir neyðast því til að dvelja á áfangaheimili fyrir sunnan fjarri fjölskyldu og vinum, þ.e.a.s. ef þeir komast þar að. Þeir eru nefnilega ekki í forgangi eftir aðstoð ef þeir eiga lögheimili fyrir norðan.

Flokkur fólksins er með mál jaðarhópa á sinni stefnuskrá meðal annars mál einstaklinga sem eru í neyslu eða í bata eftir neyslu. Flokkurinn mun beita sér að fullum krafti fyrir því að sett verði á fót áfangaheimili á Akureyri svo að einstaklingar sem koma úr meðferð geti fótað sig á ný í því samfélagi sem þeir munu búa í. Akureyri á að vera fyrir alla, líka líka fólk með fíknivanda.

Tinna Guðmundsdóttir skipar 5. sæti á lista Flokks fólksins á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Lífæð landsbyggðarinnar

Stefán Þór Eysteinsson skrifar
24. nóvember 2024 | kl. 14:30

Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi

Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
23. nóvember 2024 | kl. 12:00

Útrýming sjóbleikjunnar í Eyjafirði í boði Kleifa fiskeldis

Bessi Skírnisson og Sigmundur E. Ófeigsson skrifa
22. nóvember 2024 | kl. 16:30

Orkumál

Jóna Björg Hlöðversdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 16:00

Hægt með krónunni?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 11:15

Kjalvegur Y

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 10:30