Fara í efni
Umræðan

Kjósum gott veður

Gengið er til sveitarstjórnakosninga á morgun. Kosningarnar snúast að mestu um það hverjum við treystum til að reka sveitarfélagið okkar til næstu ára. Hverjum við treystum til að styrkja nærsamfélagið og sveitarfélagið til frekari vaxtar.

Undanfarnar vikur hafa farið í mikinn kosningaundirbúning, þar er framlag baklandsins dýrmætt og Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri nýtur krafta vandaðra einstaklinga sem leggja hönd á plóg til að vinna sjálfstæðisstefnunni framgang í sveitarfélaginu. Ég er þakklát fyrir okkar kraftmikla fólk sem hefur lagt mikla vinnu í þetta kosningaár sem senn er að líða.

Áhersla á unga fólkið

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri ætlar að setja ungt fólk og börnin þeirra í forgang. Það er löngu kominn tími til. Sú áhersla mun verða þess valdandi að fleiri ungir Akureyringar, sem flytja hafa þurft suður til að sækja nám, munu sjá hag sinn í því að flytja aftur heim til að stofna fjölskyldu og framtíð hér. Einnig mun það laða að sér nýjar fjölskyldur í bæinn.

Öflugt framboð Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri er úrvalslið í efstu deild. Nýr oddviti okkar, Heimir Örn Árnason, er sterkur leiðtogi sem leggur mikið upp með að framboðið vinni saman sem ein heild. Það hefur verið stórkostlegt að fylgjast með kosningabaráttunni hér á Akureyri, þar sem jákvæðni og bjartsýni hefur einkennt hana. Á stuttum tíma hefur Heimir sett sig inn í málin af miklum áhuga og einlægni fyrir því að sinna sínu starfi vel.

Á Akureyri er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn leiði meirihlutasamstarf.

Kjósum gott veður fyrir rekstur sveitarfélagsins næstu fjögur árin.

Setjum x við D fyrir Akureyri okkar allra!

Berglind Ósk Guðmundsdóttir er þingmaður Norðausturkjördæmis

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
07. apríl 2025 | kl. 19:00