Fara í efni
Umræðan

KA tekur á móti KR í Bestu deildinni í dag

KA-menn fagna sigri í bikarkeppni Knattspyrnusambands Íslands í fyrrasumar. Mynd: Skapti Hallgrímsson

KA-menn hefja leik í dag í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu þegar þeir taka á móti KR-ingum. Flautað verður til leiks á Greifavellinum sunnan við KA-heimilið kl. 16.15.

Deildin hófst í gærkvöldi þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks sigruðu nýliða Aftureldingar 2:0, þrír leikir eru á dagskrá í dag og fyrstu umferðinni lýkur með tveimur leikjum á morgun.

Gjarnan er talað um að lengsta undirbúningstímabil í heimi sé það íslenska, nú er því loks lokið og alvaran hefst. KA-mönnum er ekki spáð sérlega góðu gengi, annars vegar af hálfu fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liða deildarinnar og hins vegar af fjölmiðlum. KA hefur misst góða leikmenn en fengið aðra í staðinn og spennandi verður að sjá til liðsins í dag.

Nánar á eftir

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
07. apríl 2025 | kl. 19:00

Það er vá fyrir dyrum – Börnin okkar

Svava Þ. Hjaltalín skrifar
06. apríl 2025 | kl. 20:30

Hin raunverulega byggðastefna

Jón Þór Kristjánsson skrifar
05. apríl 2025 | kl. 06:00

Raunfærnimat er öflugt tæki

Helena Sif Guðmundsdóttir skrifar
04. apríl 2025 | kl. 10:00

Gefum von og söfnum rauðum fjöðrum í vængi vonarinnar

Geirþrúður Fanney Bogadóttir og Ellen Calmon skrifa
04. apríl 2025 | kl. 09:50