KA leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn

Kvennalið KA í blaki er komið í úrslit á Íslandsmótinu eftir öruggan sigur á HK á útivelli í gær, 3:1 – 25:12, 25:20, 21:25, 25:13.
Tvo sigra þarf til að komast í úrslit og KA vann fyrsta leik liðanna, sem reyndist sá fyrri þegar upp var staðiöð, á miðvikudaginn heimavelli.
Það kemur í ljós á þriðjudaginn hverjir verða andstæðingar KA-stelpnanna í úrslitarimmunni, Völsungur eða Afturelding. Þau mættust fyrst á Húsavík þar sem gestirnir úr Mosfellsbæ unnu 3:1 en Húsvíkingar sneru dæminu við í gær og unnu 3:1 á útivelli. Liðin mætast í oddaleik á Húsavík á þriðjudagskvöldið.
Karlalið KA getur fylgt í fótspor kvennaliðsins í dag þegar það leikur gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ. Liðin áttust við í KA-heimilinu í vikunni sem leið og KA-strákarnir unnu 3:0. Vinni þeir aftur í dag leika þeir til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við annað hvort Reykjavíkur-Þrótt eða Hamar.


Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?

Það er vá fyrir dyrum – Börnin okkar

Hin raunverulega byggðastefna

Raunfærnimat er öflugt tæki
