Fara í efni
Umræðan

KA-maðurinn Mikael Breki æfir hjá Molde

Mikael Breki Þórðarson í æfingagalla Molde. Myndir af heimasíðu KA.

Mikael Breki Þórðarson, knattspyrnumaður úr KA, æfir með norska liðinu Molde FK þessa dagana og er þar til reynslu. „Mikael er gríðarlega mikið efni en hann er fæddur árið 2007 og hefur komið við sögu í þremur leikjum KA á tímabilinu,“ segir á heimasíðu KA í morgun.

Mikael Breki varð yngsti leikmaður KA í efstu deild, aðeins 15 ára, þegar hann kom inná og lék síðustu mínúturnar gegn ÍBV í fyrrasumar.

Á vef KA segir að Mikael Breki hafi tekið þátt í fyrstu æfingunni með Molde í gær, en á sunnudaginn var hann áhorfandi á leik Molde og HamKam. Með HamKam leikur KA-maðurinn Brynjar Ingi Bjarnason. Mikael Breki mun æfa út vikuna með Molde FK „og vonandi vekja áhuga Norðmannana,“ segir á KA-síðunni.

Molde er sögufrægt félag sem fimm sinnum hefur orðið Noregsmeistari, síðast árið 2022. Molde hefur sex sinnum orðið norskur bikarmeistari, síðast í fyrra. 

KA-maðurinn Brynjar Ingi Bjarnason, sem leikur með HamKam, og Mikael Breki fyrir leik Molde og HamKam á sunnudaginn.

Hver er Akureyri framtíðar?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:30

Hverfist allt um lokamarkmiðið

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
10. september 2024 | kl. 13:30

Umhverfisslys í Kjarnaskógi

Elín Kjartansdóttir skrifar
02. september 2024 | kl. 14:30

Gulir og glaðir að störfum

Bragi V. Bergmann skrifar
02. september 2024 | kl. 14:25

Telja Brussel vera langt í burtu

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
01. september 2024 | kl. 06:00

Íbúðabyggð við bílastæði?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. ágúst 2024 | kl. 08:30