Fara í efni
Umræðan

Þórsarar luku keppni með sigri á Gróttu

Sverrir Páll Ingason var í fyrsta skipti í byrjunarliðinu hjá Þór í dag og gerði fyrsta mark sitt fyrir meistaraflokk félagsins – Victor gerða seinna mark liðsins.

Sverrir Páll Ingason og Rafael Victor skoruðu fyrir Þór í dag í 2:1 sigri á Gróttu á Seltjarnarnesi, þegar lokaumferð hefðbundinnar Lengjudeildar fór fram. Þórsarar enduðu í 10. sæti með 26 stig, jafn mörg og Grindavík og 10 meira en lið Gróttu sem varð næst neðst og féll í 2. deild ásamt Dalvík/Reyni.

Sverrir Páll hafði komið lítillega við sögu í tveimur leikjum í sumar en var í fyrsta skipti í byrjunarliðinu í dag og markið var hans fyrsta í deildarleik. Hann er aðeins 15 ára, verður 16 ára 5. nóvember næstkomandi.

Þórsarar náðu forystu eftir rúmlega hálftíma leik. Eftir hraða sókn fram vinstri kantinn sendi Aron Kristófer Lárusson boltann inn á markteiginn þar sem Sverrir Páll sendi hann í netið.

Staðan var 1:0 í hálfleik en þegar sjö mín. voru liðnar af seinni hálfleik gerði Rafael Victor glæsilegt mark og kom Þór í 2:0. Segja má að úrslitin hafi verið ráðin því Grótta angraði varnarmenn Þórs ekki mikið en Axel Sigurðarson náði reyndar að minnka muninn á 69. mín. en heimamenn náðu ekki að fylgja því eftir og leikurinn fjaraði út í rólegheitum. 

Staðan í deildinni eftir lok hefðbundinnar keppni

ÍBV varð í efsta sæti og hefur þar með tryggt sér sæti í Bestu deildinni á ný en við tekur keppni næstu fjögurra liða um annað laust sæti í efstu deild. Annars vegar mætast ÍR og Njarðvík, hins vegar Fjölnir og Afturelding. Leikið er heima og að heiman og sigurvegarar úr þeim einvígum eigast að því loknu við í hreinum úrslitaleik.

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00