Fara í efni
Umræðan

Íbúalýðræði – hvernig eflum við það ?

  • Stóreflum íbúasamráð, með sérstakri áherslu á samráð við öldungaráð, ungmennaráð, samráðshóp um málefni fatlaðs fólks, fjölmenningarráð og hverfisnefndirnar

Þetta er einn punkturinn í stefnuskrá Samfylkingarinnar á Akureyri.

https://xs.is/afram-akureyri-fyrir-okkur-oll

Þar er lögð áhersla á að efla íbúasamráð með ýmsum hætti og þar með eru hverfisnefndirnar á Akureyri sérstaklega nefndar. Hefur staðan þar verið nægilega góð og hafa núverandi nefndir gott bakland og athygli bæjaryfirvalda? Að mínu mati hefur því miður dregið úr þeim stuðningi undanfarin ár og við sem fylgjumst með sjáum að athygli og utanumhald bæjaryfirvalda hefur dregist saman, sem kemur auðvitað niður á starfi hverfisnefndanna. Hlutverk þeirra er ágætlega skilgreint en sannarlega má finna að framkvæmd bæjaryfirvalda.

Það verður að halda betur utan um starf og starfsemi hverfisnefndanna. Það verður að endurskoða utanumhald og styðja meira við þær. Nefndirnar verða að vera í stakk búnar að hafa eftirlit með nærumhverfinu og skilgreina fjárframlög til þeirra fyrir smærri verkefnum sem snúa að endurbótum og fegrun innan hverfanna. Augu bæjarstjórnar í hverfunum.

Ef til vill er skynsamlegt að skoða hverfamörkin og jafnvel stofna sérstakar nefndir um afmörkuð svæði eins og t.d. Innbæinn.

Hverfisráð Hríseyjar og Grímseyjar hafa hlutverk umfram nefndirnar á Akureyri sjálfri. Það væri skynsamlegt að færa það til sæmræmis við hverfisráðin. Það þar í reynd ekki að finna upp hjólið í þessum málaflokki, hlutverk hverfisráða í höfuðborginni væri gott til leiðsagnar við endurskoðun starf og hlutverk hverfisnefndanna á Akureyri.

Það er lykilatriði að efla starf hverfisnefndanna á Akureyri vegna ákvarðana um aukið íbúasamráð og íbúalýðræði.

Það ætlum við að gera.

Jón Ingi Cæsarsson er í 20. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri.

Í Hrísey. Ljósmynd: Jón Ingi Cæsarsson

Raunfærnimat er öflugt tæki

Helena Sif Guðmundsdóttir skrifar
04. apríl 2025 | kl. 10:00

Gefum von og söfnum rauðum fjöðrum í vængi vonarinnar

Geirþrúður Fanney Bogadóttir og Ellen Calmon skrifa
04. apríl 2025 | kl. 09:50

Að bregðast ungu fólki í við­kvæmri stöðu

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. apríl 2025 | kl. 10:45

Fé án hirðis

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
01. apríl 2025 | kl. 13:30

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur

Sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknar í sjávarútvegssveitarfélögum skrifar
31. mars 2025 | kl. 14:40

Miklu stærra en Icesave-málið

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. mars 2025 | kl. 10:45