Fara í efni
Umræðan

Hlýindi og hláka – hvassviðri og kólnar

Veðurviðvaranakort Veðurstofu Íslands fyrir mánudaginn 3. febrúar.

Þó raunin hafi ekki orðið að fullu í samræmi við upphaflegar veðurviðvaranir fyrir helgina má segja að það hafi verið skammgóður vermir, þó reyndar eigi að hlýna aftur. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Norðurland eystra og mörg önnur veðurspársvæði á landinu á morgun. 

Appelsínugul veðurviðvörun fyrir okkar landshluta gildir kl. 11-19 á morgun, mánudag. Spáð er sunnan hvassviðri, 15-23 metrum á sekúndu, með hlýindum og hláku. Vindur getur verið varasamur fyrir ökutæki þar sem hálka er á vegum.

Veðurhorfur fyrir allt landið næstu daga, samkvæmt spá sem gefin var út kl. 13:35 á sunnudag.

Sunnudagur: Suðaustan 5-13 m/sek. og él, en þurrt norðanlands. Hiti í kringum frostmark. Gengur í austan 10-18 m/sek. í kvöld og nótt með snjókomu eða rigningu allvíða.

Mánudagur: Sunnan 18-28 m/sek. austanlands á morgun, annars breytileg átt, 10-20 m/sek. Rigning eða slydda og hiti 2 til 8 stig, en snjókoma norðvestantil. Gengur í vestan 20-30 m/sek. seint um daginn og kólnar með snjókomu eða éljum, en styttir upp á austanverðu landinu. Hvassast í vindstrengjum norðanlands. Dregur úr vindi sunnan heiða annað kvöld.

Fátæktin og leiguhúsnæði

Sigurjón Þórðarson skrifar
10. febrúar 2025 | kl. 20:00

Án öflugs atvinnulífs megum við okkur lítils

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
04. febrúar 2025 | kl. 11:50

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. febrúar 2025 | kl. 11:15

Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa

Franz Árnason skrifar
25. janúar 2025 | kl. 06:00

Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa

Hlín Bolladóttir skrifar
24. janúar 2025 | kl. 17:30

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45