Fara í efni
Umræðan

Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa

Áhugi borgaryfirvalda á því að viðhalda góðum tengslum við þá sem þurfa að heimsækja borgina af einhverjum ástæðum virðist takmarkaður.

Nú reyna borgaryfirvöld í Reykjavík eftir bestu getu að loka Reykjavíkurflugvelli. Nýjasta tilraunin fellst í því að þvinga fram lokun flugbrautar fremur en að fella nokkur tré í aðflugslínu brautarinnar.

Spurningin er sú hvort tré séu mikilvægari lífverur en menn. Við þessu á Reykjavíkurborg það svar, að því er virðist, að svo er. Borgaryfirvöld eru með þessu að koma í veg fyrir óhindrað sjúkraflug um Reykjavíkurflugvöll sem mun geta valdið og mun valda því að tafir verði á flutningi sjúkra á Landspítalann með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Væri ekki tilvalið fyrir borgaryfirvöld að íhuga þanka Jóns Hreggviðssonar, í Íslandsklukku Laxness, svohljóðandi: „Hef ég drepið mann eða hef ég ekki drepið mann? Hver hefur drepið mann og hver hefur ekki drepið mann? Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Fari í helvíti sem ég drap mann. Og þó.“

Franz Árnason er hagsmunaaðili, Davíðshaga á Akureyri

Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa

Hlín Bolladóttir skrifar
24. janúar 2025 | kl. 17:30

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00