Fara í efni
Umræðan

Ferðir ferliþjónustu með hjólastóla falla niður

Strætisvagnar Akureyrar og Akureyrarbær hafa tilkynnt um röskun á ferliþjónustu vegna yfirvofandi óveðurs í dag. Fram kemur í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar að allar ferðir ferliþjónustu með hjólastóla falli niður í dag vegna stormsins sem von er á hér á svæðinu um og upp úr hádegi. 

„Þessar ráðstafanir eru gerðar vegna þess að mjög hættulegt getur verið að nota hjólastólalyftur í miklum vindi þegar ekki verður ráðið við hurðir á ferlibílunum og annað sem skapað getur talsverða hættu fyrir alla sem nærri koma,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Notendur geta fengið frekari upplýsingar eða sent fyrirspurnir um ferðirnar með tölvupósti í ferlithjonusta@akureyri.is.

Fátæktin og leiguhúsnæði

Sigurjón Þórðarson skrifar
10. febrúar 2025 | kl. 20:00

Án öflugs atvinnulífs megum við okkur lítils

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
04. febrúar 2025 | kl. 11:50

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. febrúar 2025 | kl. 11:15

Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa

Franz Árnason skrifar
25. janúar 2025 | kl. 06:00

Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa

Hlín Bolladóttir skrifar
24. janúar 2025 | kl. 17:30

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45