Enn gert ráð fyrir skólastarfi á morgun
![](/static/news/lg/1738794229_rautt-island-a-svortum-grunni-litil.jpg)
Þrátt fyrir afleita veðurspá er enn gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar Akureyrarbæjar verði opnir á morgun, fyrir utan að tekin hefur verið ákvörðun um að fella niður skólastarf í Hlíðarskóla í Skjaldarvík.
Á vef Akureyrarbæjar segir í dag að sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs verði í sambandi við lögreglu og kemur tilkynningu til útvarpsstöðva RÚV og Bylgjunnar ef kennsla fellur niður og er þá gert ráð fyrir að fyrsta tilkynning þar að lútandi verði flutt í fréttum kl. 7 að morgni.
Akureyri.net mun einnig fylgjast með og upplýsa lesendur sína um gang mála.
Rauð veðurviðvörun verður á Norðausturlandi frá því um kl. 10 á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar, og stendur til um kl. 16.
Vindaspá á vef Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir vægari vindi á Akureyri en víða annars staðar í landshlutanum, til að mynda á Tröllaskaga út með firði. Sjá hér.
Á vef Akureyrarbæjar segir:
- Ef skólahald hefur ekki verið fellt niður en veður er tvísýnt þá verða foreldrar sjálfir að meta hvort óhætt sé að senda barn í skólann og eru þeir hvattir til að fylgja barni eða aka því í skólann ef aðstæður eru þess eðlis.
- Sé barn heima vegna veðurs eða ófærðar er nauðsynlegt að tilkynna það í síma eða með tölvupósti til skólans. Í hverjum skóla er alltaf einhver hluti starfsmanna mættur til að taka á móti þeim börnum sem kunna að mæta ef upplýsingar um lokun hafa ekki náð til foreldra að morgni.
Báðir framhaldsskólarnir á Akureyri tilkynntu í dag að staðan yrði metin í fyrramálið og í kjölfarið tilkynnt hvort skólahald verður óbreytt eða ekki.
![](/static/news/xs/1739218488_sigurjon-thordarson-grein.jpg)
![](/static/news/xs/sunna-hlin-johannesdottir_270.jpg)
Án öflugs atvinnulífs megum við okkur lítils
![](/static/news/xs/1738495608_1725975891_hjortur-j-gudmundsson.jpg)
Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?
![](/static/news/xs/franz-arnason.jpg)
Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa
![](/static/news/xs/1737725238_1728845606_hlin-bolladottir.jpg)
Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa
![](/static/news/xs/gunnar-og-sunna.jpg)