Fara í efni
Umræðan

Skólahald raskast ekki á Akureyri í dag

Það eru óbreytt áform varðandi skólahald á Akureyri í dag, skv. upplýsingum frá Akureyrarbæ. Ekki verður kennsla í Hlíðarskóla í Skjaldarvík en aðrir leik- og grunnskólar verða opnir. „Foreldrar meta sjálfir hvort þeir sendi börn sín í skólann og eru þeir hvattir til að fylgja barni eða aka því í skólann ef ástæða þykir til. Sé barn heima vegna veðurs er nauðsynlegt að tilkynna það til skólans. Við fylgjumst með stöðunni fram eftir morgninum og látum vita ef gera þarf ráðstafanir síðdegis,“ segir í tilkynningu frá fræðslu- og lýðheilsusviði.

Leikskólabörn verða inni meðan versta veðrið gengur yfir og frístund er í grunnskólunum til kl. 16.00.

Skólahald í Menntaskólanum á Akureyri verður skv. stundaskrá í dag. „Fylgst verður náið með veðurspá og veðurmælingum og sem fyrr er fólk beðið um að gæta varúðar og fara varlega. Engar truflanir eru á samgöngum á Akureyri og nágrenni en staðan verður endurmetin kl. 13,“ segir á vef MA.

Skólahald er einnig skv. venju í Verkmenntaskólanum „Fylgst verður náið með veðurspá og veðurmælingum og sem fyrr er fólk beðið um að gæta varúðar og fara varlega. Engar truflanir eru á samgöngum á Akureyri og nágrenni en staðan verður endurmetin kl. 13,“ segir á vef skólans.

Rauð veðurviðvörun verður á Norðausturlandi frá kl. 10.00 í dag, fimmtudag, og stendur til um kl. 16.00.

Vindaspá á vef Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir ögn skárra veðri á Akureyri en víða annars staðar í landshlutanum, til að mynda á Tröllaskaga út með firði. Sjá hér.

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
07. apríl 2025 | kl. 19:00