Fara í efni
Umræðan

Heimabærinn minn

Akureyri er minn heimabær og ég vil helst hvergi annars staðar vera. Það er þó ekki sjálfgefið fyrir fólk á mínum aldri að geta sest hér að og unnið við það sem okkur dreymir um.

Á hverju ári flytur mikið af ungu fólki frá bænum til þess að sækja nám ýmist í höfuðborginni eða í útlöndum, m.a. ég sjálfur. Að loknu námi stöndum við mörg hver frammi fyrir því að vilja flytja heim til Akureyrar en atvinnutækifærin eru ekki nægilega mörg og því er mikil hætta á því, og mörg dæmi um, að ungir Akureyringar neyðist til þess að ílengjast fjarri heimabænum og sumir hverjir snúa jafnvel aldrei til baka. Við megum einfaldlega ekki við því að missa þetta fólk í burtu og mikilvægt er að grípa inn í með ákveðnari hætti en hingað til.

Auðvelt en mikilvægt skref

Það er auðvitað engin töfralausn í þessu frekar en öðrum málum, en við getum tekið stórt og mikilvægt skref í áttina að þessu marki með aðgerð sem er auðveld í framkvæmd: að lækka álögur á fólk og fyrirtæki og stuðla að ábyrgri fjármálastjórn. Svo einfalt er það.

Okkur unga fólkið munar um hverja krónu og ég vil geta treyst því að þeir fjármunir sem ég greiði í útsvar um hver mánaðarmót fari þó að minnsta kosti í eitthvað nytsamlegt og eitthvað sem trekkir að. Ekki brú yfir ekki neitt eða fokdýrt kaffihús sem bærinn rekur.

Fáum unga fólkið heim

Við verðum að geta treyst bæjarfulltrúunum okkar til þess að taka skynsamar ákvarðanir sem leiða til blómlegri bæjar. Ég treysti engum betur en tilvonandi bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri til þess að gera einmitt þetta og stuðla að traustri fjármálastjórn með því að lækka álögur á fólk og fyrirtæki sem fær unga fólkið okkar til baka í bæinn. Gerum því kleift að koma aftur og njóta þess að búa í sínum heimabæ, Akureyri okkar allra.

Þorsteinn Kristjánsson, stjórnmálafræðingur, skipar 11. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí nk.

Lífæð landsbyggðarinnar

Stefán Þór Eysteinsson skrifar
24. nóvember 2024 | kl. 14:30

Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi

Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
23. nóvember 2024 | kl. 12:00

Útrýming sjóbleikjunnar í Eyjafirði í boði Kleifa fiskeldis

Bessi Skírnisson og Sigmundur E. Ófeigsson skrifa
22. nóvember 2024 | kl. 16:30

Orkumál

Jóna Björg Hlöðversdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 16:00

Hægt með krónunni?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 11:15

Kjalvegur Y

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 10:30