Fara í efni
Umræðan

Háskólabærinn Akureyri

Stofnun Háskólans á Akureyri var ein mikilvægasta ákvörðun stjórnvalda í þágu aðgengis að háskólanámi á landsbyggðinni og hefur stuðlað að hærra menntunarstigi víða um hinar dreifðari byggðir. Með tilkomu háskólans gátu heimamenn loks stundað nám í heimabyggð og eflt atvinnulífið í nærsamfélaginu að námi loknu. Með öflugu sveigjanlegu námsframboði hafa svo dreifðari byggðir landsins notið góðs af því að ungt fólk þarf síður að flytja á höfuðborgarsvæðið til þess að sækja sér háskólamenntun. Svo má auðvitað nefna þá fjölmörgu stúdenta sem hafa ákveðið að flytja norður og hefja nám, fjarri ys og þys höfuðborgarinnar, ílengst hér, stofnað til fjölskyldu og kalla nú Akureyri sinn heimabæ.

Menntun og trygg búseta

Á Akureyri er allt til alls og tilvalið fyrir ungt fólk sem vill standa á eigin fótum að pakka ofan í ferðatöskuna og flytja í höfuðstað Norðurlands. Í dag á og rekur Félagsstofnun Stúdenta á Akureyri íbúðir fyrir stúdenta á nokkrum stöðum í bænum og stúdentar geta því leigt íbúðir á hagstæðu verði. Sé horft til framtíðar er þó mikilvægt að taka það framfaraskref að efla og byggja upp enn frekar á háskólasvæðinu sjálfu en stúdentaíbúðirnar ættu að sjálfsögðu að vera staðsettar á háskólasvæðinu við Sólborg. Stefna ætti að því að byggja hagkvæmar litlar íbúðir fyrir stúdenta ásamt þjónustukjarna, til að efla frekar háskólasvæðið.

Leysum mannaflavanda

Sveigjanlegt námsfyrirkomulag háskólans er til fyrirmyndar og hafa rannsóknir sýnt að fólk sem stundar nám við HA frá sinni heimabyggð, býr áfram í sinni heimabyggð að námi loknu og hefur háskólinn í gegnum árin þannig stuðlað að mikilvægri byggðaþróun. Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni hafa til dæmis notið góðs af metnaðarfullu hjúkrunarfræðinámi við háskólann og þar af leiðandi er mannaflavandi er snýr að hjúkrunarfræðingum ekki alvarlegt vandamál eins og heilbrigðisstofnanir á höfuðborgarsvæðinu glíma við.

Samspil atvinnulífs og nýsköpunar

Háskólinn á Akureyri ætti að vera allt umlykjandi varðandi nýsköpun á landsbyggðinni. Staðreyndin er sú að háskólinn hefur ekki náð að sinna þessu hlutverki sínu af nægum krafti og bæjarstjórn ekki náð nægjanlegum árangri í stuðningi við samvinnu háskólans við atvinnulíf á Akureyri. Þessu vill Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri breyta. Það er hagur okkar allra að nýsköpun í atvinnulífinu sé öflug til að tryggja blómlega framtíð nærsamfélagsins.

Akureyri er svo sannarlega háskólabær. Við sjálfstæðismenn teljum mikilvægt að gera Háskólanum á Akureyri áfram hátt undir höfði og efla háskólasamfélagið enn frekar - okkur öllum til hagsbóta.

Sólveig María Árnadóttir skipar 8. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Uppbygging Akureyrarflugvallar hefur aukið lífsgæði íbúa

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 22:10

Heimur á villigötum

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 22:00

Sjóðir bundnir landsvæðum til að styðja við nýsköpun og skapandi greinar

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 10:00

Akureyrarbær stendur við sitt

Ásthildur Sturludóttir skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 15:45

Lægri fjármagnskostnaður, er krónan góð fyrir landsbyggðirnar?

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 10:00

Örugg skref um allt land

Logi Einarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 06:00