Fara í efni
Umræðan

Framsýn stefna á Akureyri okkar allra

Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins vegna sveitarstjórnarkosninganna 14. maí er framsýn og heildstæð. Í henni er leiðarstefið að stækka og efla samfélagið með því að fjölga íbúum og atvinnutækifærum samfélaginu til heilla. Lægri álögur og ábyrg fjármálastjórn leiða til aukins sveigjanleika í rekstri bæjarsjóðs á sama tíma og óhagstæðar og illa nýttar fasteignir í eigu bæjarins verða seldar. Þá mun vel útfært og öflugt markaðsátak leiða til fjölgunar íbúa og gjaldfrjáls leikskóli koma ungu fólki með börn í leikskóla til góða og auka ráðstöfunartekjur þeirra verulega. Á sama tíma þarf að tryggja að ávallt séu til lóðir fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði og huga strax að hvernig best megi nýta Akureyrarvöll til framtíðar.

Heildarsýnin er skýr og skynsamleg. Markmiðið er að fjölga íbúum og auka tekjur bæjarsjóðs á sama tíma og stoðþjónusta í skólum bæjarins verður efld, bætt verulega í varðandi málefni eldri borgara og áfram stutt dyggilega við bakið á þeim sem á þurfa að halda. Akureyri er og á að vera áfram samfélag þar sem allir geta fundið sér sinn farveg og nýtt sín tækifæri á sínum forsendum.

Það mikilvæga starf sem íþróttafélögin í bænum sinna fær sinn sess í stefnu flokksins en Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að leita leiða til þess að mæta uppbyggingarþörf íþróttafélaganna og stuðla að því að þau geti áfram sinnt mikilvægu forvarnar-og uppeldishlutverki sínu.

Umhverfismálin skipta miklu máli en Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að stuðla að því að til verði vettvangur fyrir einkaaðila, fyrirtæki og stofnanir til að kolefnisjafna starfsemi sína og halda áfram að setja umhverfismálin í forgrunn í öllum rekstri sveitarfélagsins.

Heildstæð stefna með áherslu á fjölgun íbúa, ábyrgan rekstur og ný tækifæri er stefna sem virkar á Akureyri okkar allra.

Þorsteinn Kristjánsson skipar 11. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum á morgun.

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
07. apríl 2025 | kl. 19:00