Fara í efni
Umræðan

Fagleg, lýðræðisleg skipulagsmál eru framtíðin

Skipulagsmál á Akureyri hafa verið mikið til umræðu síðustu misseri. Því miður hefur staða þeirra ekki verið nægilega jákvæð í hugum bæjarbúa. Má segja að málaflokkurinn hafi fengið falleinkun í könnun fyrir nokkru.

Af hverju er staðan þessi ? Við sem höfum fylgst með umræðunni erum ekki hissa. Sérstaklega hafa tvö mál skekið umræðuna. Áform um háhýsi á Tanganum var gerræðisleg ákvörðu n að frumkvæði verktaka sem átti hluta af svæðinu og lét vinna þar deiliskipulag sem stóðst enga skoðun. Þarf ekki að ræða það meira því bæjarbúar sendu bæjaryfirvöldum rauða spaldið og fallið var frá deiliskipulagbreytingunni eftir íbúakosningu.

Annað mál, fyrirhuguð háhýsabyggð við Tónatröð, sem er að mati flestra, alveg úr öllum takti við umhverfið, samráð ekkert og úthlutun svæðis til verktaka siðlaus og utan leikreglna. Það mál er í vinnslu. Margir hafa spurt mig, hvar er málið statt? Ætla bæjaryfirvöld að keyra málið til enda þrátt fyrir vel rökstudda andstöðu ?

Ég er á framboðslista Samfylkingarinnar á Akureyri og í þeim hópi er skýr sýn á framhaldið og hvernig beri að vinna í skipulagsmálum. Það er lífnauðsyn að endurvinna traust bæjarbúa í málaflokknum.

Samfylkingin vill

  • Við viljum byggja upp á Oddeyrinni í samræmi við samþykkt rammaskipulag Oddeyrar þannig að framtíðarbyggð þróist þar í sátt íbúa og taki mið af staðaranda og sögu svæðisins.
  • Um Tónatröð höfum við verið alveg skýr og höfum bókað andstöðu okkar ítrekað við lóðaúthlutunarferlið í tengslum við það verkefni sem er þar í gangi núna.

Skýrara verður það varla. Fagleg vinnubrögð, íbúasamráð og vinna í sátt við umhverfið, söguna og menninguna. Burt með áform um háhýsabyggð við Tónatröð. Burt með ólýðræðisleg og óvönduð vinnubrögð.

Við höfnum þeim ófaglegu og ólýðræðslegu vinnubrögðum sem bæjarbúar hafa upplifað um hríð og viljum endurheimta traust á skipulagsmálum.

Í þeim málaflokki viljum við sjá lýðræðisleg og vönduð vinnubrögð í framtíðinni.

Þar eiga að ráða hagsmunir Akureyrar og bæjarbúa en ekki gróðasjónarmið verktaka. Við eigum sjálf að móta okkar skipulag.

Vandað samráð er lykillinn að farsælli niðurstöðu í skipulagsmálum.

Áfram Akureyri.

Jón Ingi Cæsarsson er í 20. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar á Akureyri.

 

Ljósmynd: Jón Ingi Cæsarsson

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
07. apríl 2025 | kl. 19:00