Fara í efni
Umræðan

Einstakt tækifæri

Á Akureyri hafa aldrei í sögunni verið fleiri tækifæri að myndast á sama tíma. Nú þarf að setja samfélaginu skýra stefnu til 5, 10, 25 og 50 ára til þess að nýta þessi einstöku tækifæri sem fyrir okkur liggja. Hér þarf að vera virkur meiri- og minnihluti í bæjarstjórn þar sem pólitískri stefnu meirihlutans er veitt aðhald. Hér þarf að setja áherslu á fjölgun og stækkun fyrirtækja, fjölgun íbúa og uppbyggingu húsnæðis. Samhliða því verðum við að stefna að því að lækka álögur á íbúa og fyrirtæki til að laða fleiri að.

Skerpa þarf á samskiptum sveitarfélagsins við nærliggjandi sveitarfélög og taka alvarlega það hlutverk sem Akureyri ber sem stóri bróðir. Einnig þarf að efla samstarf Akureyrar við ríkið. Samstarfinu er fundinn góður farvegur með lista bókstöfum sem þekkjast á landsvísu og hafa sterka tengingu inn á alþingi.

Akureyri hefur stórt hlutverk og þarf ríkið að vera samstíga í markmiðum svæðisins til góðs fyrir allt svæðið og þar með landið allt.

Á Akureyri eru farin af stað, í startholunum eða í hugmyndavinnu, ótal mörg verkefni sem munu hafa mikil áhrif á nærsamfélagið. Öll munu þau styðja við hvort annað og skapa margfeldisáhrif.

Hér verða upptalin þau fjölmörgu verkefni sem um ræðir, til að glöggva sig á umfangi þeirra. Í fyrstu er það verkefnin á hendi hins opinbera, stækkun flughlaðs og flugstöðvar á Akureyrarflugvelli ásamt aukins fjármagns í markaðssetningu á millilandaflugi. Efling heilbrigðisþjónustu með uppbyggingu á nýrri legudeildarálmu við Sjúkrahúsið á Akureyri og opnun tveggja nýrra heilsugæslustöðva. Aukið verður við hjúkrunarrými fyrir aldraða. Stefnt er á áframhaldandi uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja og meiriháttar viðhaldi skólabygginga.

Svo eru það verkefnin sem byggja á krafti heimamanna, s.s. opnun nýrra þjónustu- og smásölufyrirtækja, opnun gagnavers, kálvers. Uppbygging í ferðaþjónustu, og afþreyingu fyrir ferðamenn.

Sveitarfélagið þarf að vinna samhliða tækifærunum að sínum eigin verkefnum, styðja við tækifærin og greiða leið þeirra. Sveitarfélagið verður að greiða framtakssömum einstaklingum leið, m.a. með stórauknu lóðaframboði, hófsömum álögum, einföldum reglum og gegnsærri stjórnsýslu. Akureyrarbær á að leggja sig allan fram í að veita meiri þjónustu rafrænt en nú þegar er gert.

Það er bjart framundan á Akureyri og hér er best að búa.

Ketill Sigurður Jóelsson er frambjóðandi í 1.-2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri þann 26. mars næstkomandi.

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00