Fara í efni
Umræðan

Ánægð með að hlustað var á Samfylkinguna

  • Akureyri.net bauð oddvitum allra flokka í bæjarstjórn Akureyrar að skrifa grein til birtingar fyrir seinni umræðu um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar sem fram fer á morgun. Hér er grein oddvita Samfylkingarinnar.

Ég er að sjálfsögðu ánægðust með það hversu margar af áherslum okkar í Samfylkingunni hafa náð fram að ganga milli umræðna um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn. Sem dæmi má nefna að uppbygging nýs leikskóla er komin á framkvæmdaáætlun og búið að flýta undirbúningi vegna íbúakjarna fyrir fatlað fólk. Búið er að samþykkja okkar hugmyndir um lægra gjald fyrir forgangshópa í frístund í grunnskóla, rýmka svigrúm sérstaks húsnæðisstuðnings, auk þess sem gerðar voru breytingar á fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum til batnaðar. Þá var einnig gerð mikilvæg breyting á afslætti af fasteignaskatti fyrir tekjulága elli- og örorkulífeyrisþega. Fyrir voru auk þess inni í fjárhagsáætlun ýmsar breytingar á milli ára sem eru jákvæðar er varða t.d. aukið fjármagn til barnaverndar, uppbyggingu húsnæðis fyrir heimilislausa, þjónustu við börn með auknar stuðningsþarfir og þjónstu við flóttafólk svo dæmi séu tekin. Þá náði fram að ganga fjárstuðningur við Rauða krossinn vegna verkefnisins Frú Ragnheiður, sem er mikilvægt.

Ég tel miður að ekki sé gert ráð fyrir að fjölga nægjanlega félagslegum íbúðum í eigu bæjarins með það að markmiði að stytta biðlista, en þar bíða nú um 160 einstaklingar. Ég hef efasemdir um að áætlað fjármagn vegna uppbyggingar leikskóla sé raunhæft og hef þar að auki áhyggjur af stöðu þess leikskólahúsnæðis sem komið er til ára sinna og er jafnvel óhentugt. Nauðsynlegt er að vinna út frá langtímaáætlun um uppbyggingu skólabygginga og lóða við þær. Það væri mjög miður ef aðgerðarleysi í uppbyggingu leikskólamannvirkja, geri það að verkum að nauðsynlegt verði að hækka á ný inntökualdur barna á leikskóla sveitarfélagsins. Þá hefði ég talið réttara að lækka gjöld foreldra vegna leikskóla barna, eða a.m.k. ekki að hækka þau eins og nú er gert ráð fyrir, en gjöldin á Akureyri eru þau fjórðu dýrustu í samanburði 20 stærstu sveitarfélaga landsins, sé miðað við eitt barn í 8 tíma, með fæði. Þá tel ég að falla hefði átt frá hækkun á verði á heimsendum mat fyrir eldri borgara, en verðskráin hjá Akureyrarbæ er nokkuð há í samanburði við önnur sveitarfélög. Að auki er tímabært að fara í uppbyggingu á félagsaðstöðu eldri borgara.

Hilda Jana Gísladóttir er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00