Fara í efni
Umræðan

Allt að gerast!

Akureyri er í stórkostlegu sóknarfæri, nú hafa framsæknir aðilar stofnað flugfélag á Akureyri sem hyggur á reglubundið millilandaflug um Akureyrarflugvöll en með því myndast svo sannarlega önnur gátt inn í landið. Bygging nýrrar flugstöðvarbyggingar er að hefjast og stækkun á flughlaðinu er í vinnslu.

Við Akureyringar þurfum að vera tilbúin að taka við ferðamönnum sem hingað koma því þetta reglulega millilandaflug skapar ekki bara tækifæri fyrir okkur að ferðast til útlanda heldur koma þessi flug til með að færa okkur fleiri ferðamenn hingað inn á svæðið. Ferðamannaiðnaðurinn að loknum heimsfaraldri er okkar stærsta sóknarfæri á þessu svæði. Við þurfum að styrkja innviði og tel ég rétt að opna aftur upplýsingamiðstöð ferðamála í Hofi. Með því sýnum við að okkur er full alvara að byggja hér upp öflugan ferðamannaiðnað sem kemur til með að skapa gríðarleg tækifæri og verðmæti á svæðinu. Skógarböðin í Eyjafjarðarsveit eru annað glæsilegt verkefni sem metnaðarfullir frumkvöðlar komu á koppinn með því að leiða saman þrjú sveitarfélög í Eyjafirði ásamt Norðurorku og Vegagerðinni sem hefur komið veglega að stígagerð á svæðinu ásamt sveitarfélögum. Böðin opna á vordögum og munu auka aðdráttarafl svæðisins, öllum til hagsbóta. Með svona uppbyggingu er líklegra að gestir dvelji fleiri nætur á Akureyri. Rekstraraðilar hótela hljóta að vera að horfa til bæjarins með tilkomu nýs millilandaflugfélags og sjá tækifæri í frekari hótel uppbyggingu á Akureyri.

Eyjarnar okkar Hrísey og Grímsey eru náttúruperlur sem varla eiga sér hliðstæðu og við getum gert betur í að byggja upp og styðja við ferðaþjónustu á eyjunum til að skapa lífsviðurværi fyrir íbúa þeirra um ókomna tíð. Þetta eru bara nokkur af mörgum tækifærum í uppbyggingu sem hægt er að stuðla að á svæðinu.

Hlíðarfjall

Það þarf að móta framtíðarsýn fyrir uppbyggingu þessarar perlu sem Hlíðarfjall er. Fjallið er einn aðal segullinn inn á þetta svæði yfir vormánuðina og margfeldisáhrifin eru gríðarleg fyrir gististaði, veitingastaði og verslanir. Lengja þarf opnunartímann í takt við óskir notenda og bæta aðstöðuna til að geta tekið við enn fleiri gestum með góðu móti. Á sumrin er svæðið í Hlíðarfjalli hjóla- og gönguparadís og við þurfum að sinna stígagerð, gróðursetningu og frekari uppbyggingu betur í samvinnu við hagsmunaaðila því við getum gert mikið betur.

Verslun og þjónusta

Á Akureyri eflist verslun og þjónusta með hverju árinu og nú fjölgar bæjarbúum hratt. Við þurfum að hreyfa okkur í takt við þessa þróun og hraða skipulagsvinnu og uppbyggingu til að nýta tækifærin vel og skapa umgjörð til að einstaklingurinn og einkaframtakið fái að blómstra til hagsældar fyrir okkur öll. Ég er tilbúin að vinna að þessum málum ásamt mörgu öðru nái ég kjöri oddvita Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í prófkjörinu þann 26. mars í Brekkuskóla. Kynntu þér áherslumálin mín á heimasíðunni minni www.alltadgerast.is

Þórhallur Jónsson er bæjarfulltrúi og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri sem fram fer í Brekkuskóla 26. mars nk.

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00