Fara í efni
Pistlar

Verslanir í Grímsey og Hrísey hljóta stuðning

Sjö dagvöruverslanir á fámennum markaðssvæðum fá stuðning frá Byggðastofnun á næsta ári, þar á meðal Kríuveitingar í Grímsey og Hríseyjarbúðin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni.

Verslanirnar sem hljóta styrki að þessu sinni skipta á milli sín 15 milljónum króna í verkefni á næsta ári. Hæsta styrkinn, 3 milljónir fær Verzlunarfélag Árneshrepps, Kríuveitingar í Grímsey fá 2,5 milljónir, Verslunar og pöntunarþjónusta á Bakkafirði, Búðin á Borgarfirði eystra, Hríseyjarbúðin og Verslunarfélag Drangsness fá hver um sig tvær milljónir og Verslunin á Reykhólum hlýtur 1,5 milljón til undirbúnings verslunarrekstri þar.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra staðfesti þessar tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036.

Markmið styrkjanna er að styðja við rekstur dagvöruverslana í minni byggðarlögum, fjarri stórum byggðakjörnum á fámennum markaðssvæðum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. Alls bárust ellefu gildar umsóknir.

Að sögn Sigurðar Árnasonar formanns valnefndar og sérfræðings á Byggðastofnun hafa þessir styrkir verið veittir árlega í tengslum við byggðaáætlun 2018-2024. Rekstur dagvöruverslana segir Sigurður vera mikilvæga grunnþjónustu í hverju samfélagi.

Auk Sigurðar sátu í valnefndinni þau Elín Gróa Karlsdóttir verkefnisstjóri hjá Ferðamálastofu og Snorri Björn Sigurðsson fyrrverandi forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar. Með nefndinni vann einnig Sigríður K. Þorgrímsdóttir sérfræðingur hjá Byggðastofnun.

Verkefnastyrkirnir eru veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036.

Trjárækt nyrðra á 19. öld

Sigurður Arnarson skrifar
01. janúar 2025 | kl. 13:00

Áramótahugleiðingar um list, eldri konur og karlakóra

Rakel Hinriksdóttir skrifar
01. janúar 2025 | kl. 06:00

Prentvillupúkinn leikur lausum hala

Haraldur Ingólfsson skrifar
31. desember 2024 | kl. 20:00

Sviðnir leggir

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
30. desember 2024 | kl. 11:30

Snjóavetur

Jóhann Árelíuz skrifar
29. desember 2024 | kl. 06:00

Liðið sem aldrei lék heimaleik

Orri Páll Ormarsson skrifar
27. desember 2024 | kl. 13:00